Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Síða 42

Ægir - 01.09.1985, Síða 42
Setning Stýrimannaskólans í Reykjavík 1985 Stýrimannaskólinn í Reykjavík var settur í 95. skipti laugardag- inn 31. ágúst s.l. Skólastarfið hófst með undir- búningsnámskeiði 15. ágústfyrir þá umsækjendur, sem uppfylltu ekki inntökuskilyrði um að hafa lokið 9. bekk grunnskóla eða samsvarandi prófi með fullnægj- andi einkunn. Auk nemenda sem urðu að þreyta inntökupróf sátu nokkrir nemendurá námskeiðinu til upprifjunar fyrra námi og endurmenntunar. Samtals sóttu 22 nemendur undirbúningsnám- skeiðið. í lok ágúst var einnig undirbúningskennsla og upp- tökupróf fyrir nemendur, sem settustí2. og3. stigoghöfðuekki fullnægjandi einkunnir á vor- prófum. í reglulegum bekkjar- deildum á þremur námsstigum skólans, skipstjórnardeildum 2. og 3. stigs, hófu 85 nemendur nám og hófst kennsla í öllum bekkjum 3. september. Hinn 9. september hófu 10 nemendur nám í deild fyrir skipstjórnar- menn, sem hafa starfað á undan- þágu, en próf úr deildinni veitir réttindi til skipstjórnar á fiski- skipum allt að 80 rúmlestir að stærð. Námskeið þessi sem haldin eru á nokkrum stöðum á landinu standa í 13-14 vikur, samtals í 60 kennsludaga auk námskeiða í slysavörnum o.fl. og er undanfari námskeiðs sem veitir 200 rúmlesta réttindi. Samtals hefja því 95 nemendur nám í Stýrimannaskólanum nú á haustönn. Þetta eru fleiri nem- endur en hófu nám s.l. skólaár, en þá settust 78 nemendur í skól- ann í upphafi skólaárs. Nám á 1. stigi hefja nú 45 nem- endur, á 2. stigi eru 23 nemendur og í farmannadeild, 3. stigi, eru 17 nemendur. Eins og undanfarin ár er skipstjórnardeild 1. stigs á Dalvík í samvinnu við Fram- haldsskólann þar og eru 11 nem- endur í deildinni, 1. stigs deild með sama sniði verður nú einnig í samvinnu við Heppuskóla í Höfn Hornafirði með 7 nemend- um. Heldur virðist því þokast í rétta átt með sjómannamenntun í landinu og að sjómenn afli sér lögboðinna réttinda til skip- stjórnar og yfirmannsstarfa. Sam- gönguráðherra og undanþágu- nefnd, sem hann skipaði skv. lögum nr. 112/1984 hafa einnig tekið mun ákveðnara á þessum málum en verið hefur áður. Er nú fullur hugur í mönnum, bæði í sjómannasamtökunum og yfir- völdum að koma þessum málum í sama horf og er í réttindanámi annarra stétta í landinu. Samtals hefja á vegum Stýri- mannaskólans í Reykjavík og í deildum framhaldsskóla úti á laadi undirfaglegri umsjáskólans 63 nemendur nám á 1. stigi, auk þess er nú í haust ágæt aðsókn að Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum og eru 17 nem- endur þar á 1. stigi. í landinu hefja 80 nýir nemendur nám í skipstjórnarfræðum auk þeirra sem starfað hafa á undanþágu og setjast á sérstök námskeið, senl fyrr er að vikið. Réttindanám fyr'r undanþágumenn var ákveöi með lögum um atvinnuréttin 1 skipstjórnarmanna nr. 112/198Á sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, en með lögunum vaE ákveðið að bjóða upp á sl' námskeið næstu tvö skólaar- skólaárin 1985-1986 og 1986" 1987. Skv. ákvæðum til bráðabirgð3 í lögunum skal menntamálaráðn- neytið sjá um framkvæmd nam- skeiðanna, en með bréfi dags- 19. ágústs.l. varStýrimannaskó' anum í Reykjavík falið að hata yfirumsjón með framkvaem námskeiðanna, en námsefni var ákveðið í samráði við skólann. Á haustönn 1985 hafa verið ákveðin námskeið í náinni sam vinnu við skólayfirvöld á viðkom andi stöðum: Fjölbrautaskóa Suðurnesja Keflavík; á námskei inu eru 17 nemendur frá útget , arbæjunum á Suðurnesjum námi; Grunnskólanum í ÓlafsV ' 18 nemendur, Grunnskólanum 1 Grundarfirði 10 nemendut- Grunnskólanum Stykkishólmi 1 nemendur, Frarnhaldsskólanum á Dalvík 11 nemendur. Ásam deildinni við Stýrimannaskólan'1 í Reykjavík hófu því 80 sjómem1 réttindanám í september, en deild með 10 nemendum mu'1 hefjast í byrjun nóvember oS stendur fram í febrúar. Ett' aðstæðum og tilhögun á ðverj1'111 stað munu nemendur Ijúka tonna áfanganum í desember 526-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.