Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1985, Side 46

Ægir - 01.09.1985, Side 46
Minning: Fæddur 19. apríl 1924 Dáinn 8. september 1985 Þórður Hermannsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, lést í Landspítalanum sunnudaginn 8. september. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða frá því í vor að hann gekkst undir hjartaaðgerð öðru sinni, en virtist vera á góðum batavegi síðasta mánuð- inn. Á laugardagskvöldið kenndi hann sjúkleikans á ný og fór þá á sjúkrahúsið. Nýkominn á fætur á sunnudagsmorgni hné hann niður og var þar með allur. Þórður Guðmundur, sem hann hét fullu nafni, fæddist í Ögri við ísafjarðardjúp 19. apríl 1924. Foreldar hans voru Hermann Hermannsson útvegsbóndi og kona hans, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, sem þá áttu heim- ili sitt í Ögri. Þórður var fjórða barn foreldra sinna og bar nafn langafa síns, Þórðar Hermanns- sonarbóndaáMelum ÍVíkursveit (Árneshreppi á Ströndum) og langömmubróður, Guðmundar Halldórssonar. Að þeim Hermanni og Salóme stóðu sterkir stofnar við Djúp og á Ströndum. Ættir þeirra voru nokkuð raktar í minnigargreinum um Hermann í Mbl. 5. desember 1981 og verður það ekki endur- tekið hér. Ársgamall fluttist Þórður með foreldrum sínum og systkinum að Svalbarði, en svo nefndu þau nýtt hús er þau höfðu reist í Ögurvík. Þar varskammttil sjávarog þægi- leg lendingoguppsáturfyrirbáta. Aðalbjargræðisvegurinn varð sjósókn til fiskjar í Djúpið, en einnig höfðu þau hjón á Sval- barði nokkra landnyt. Á árum fyrri heimsstyrjaldar og eftir hana myndaðist töluverð byggði í Ögurvík og Ögurnesi, þar sem menn höfðu lífsframfæri sitt aðal- lega af sjósókn. I þessu umhverfi ólst Þórður upp í ellefu systkina hópi við gott atlæti foreldra. Hann vandistvið margvísleg störftil landsogsjávar og fjölbreytilegt mannlíf. Þórður gekk í barnaskóla í Ögurvík og tók þaðan fullnaðar- próf. Síðan fór hann í héraðsskól- ann í Reykjanesi og lauk þar ungl- ingaprófi. Hann reri með föður sínum á Hermóði fram undir tvítugt. Varð snemma afburða góður sjómað- ur, sem kunni að verja bát áföllum í aðgæsluveðri og vissi fljótt hvað bjóða mátti hverri fleytu, sem hann kom á. Frá 17 ára aldri fór hann í skipsrúm á stóru bátana á ísafirði, sem þá voru, og var á vetrarvertíð og Þórður Hermannsson skipstjóri sumarsíld. Þá reri hann vor og haust með föður sínum. Síðar la leiðin suður á togara. Þórður fór til náms í Stýn- mannaskólanum og lauk þaðan hinu meira fiskimannapöl1 1948. Eftir það var hann stýrimaðura b/v Helgafelli og b/v Þorstein' Ingólfssyni í nokkur ár. Hann tók við skipstjórn á b/v Þorsteini Ing" ólfssyni árið 1953 og var me hann til 1959. Á því skipi varð hann þekktur aflamaður og far( sæll skipstjóri. Árið 1959 breytt' hann til og gerðist nú skipstjóri a m/b Auðni frá Hafnarfirði, en fóru síldveiðiárin í hönd. Varo hann nú engu síðurfengsæll siló' veiðiskipstjóri en hann áðurhafð' verið sem togaraskipstjóri. Árið 1963 stofnaði hann hluta- félagið Ögra og keypti samnefnt skip og var útgerðarmaður þeSS og skipstjóri til 1969 að hann seldi skipið. Árið 1969 stofnaði hann með bræðrum sínum °S félögum úr Ögra og Vigra< útgerðarfélagið Ögurvík hf. Þeir keyptu skuttogarana Ögra Vigra og hefur hann síðan verið skrifstofustjóri Ögurvíkur hf. og 1 framkvæmdastjórn. B/v Ögri °8 b/v Vigri hafa reynst mikil afla' skip og hafa þeir bræður rekið útgerð sína með forsjálni og ráð' deild. Ögurvík hf. eignaðist hlut í Kirkjusandi hf., sem rekur hrað- frystihús og aðra fiskverkun og hefir Þórður verið í stjórn þeS5 fyrirtækis. Þórður Hermannsson var með' almaður á hæð, grannvaxinn og lipur í hreyfingum. Hann var rauðbirkinn á hár og vel fallinn > andliti. Þórður var glaðsinna og hnyttinn í tilsvörum og sagði ve frá. Hann gat verið hinn mesri æringi á sínum yngri árum, hrókur alls fagnaðar og vinsael meðal starfsfélaga. Þórður var 530-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.