Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 10
félag fyrir landið til stuðnings sjávarútveginum. Hafði foringi þessi handsamað hér marga land- helgisbrjóta og reynzt skilnings- betri á íslenzka hagsmuni en almennt gerist um erlenda menn, og var því allmikið mark tekið á því, sem hann sagði. Tilþessarar rótar virðist mega rekja það, að á þessu ári rumskaði útgerðar- mannafélagið við Faxaflóa, sem stofnað hafði verið 1895 (var stofnað 30. sept. 1894. ÁJ.) og minnzt hefur verið á ofurlítið, en það hafði þá verið athafnadauft um mörg ár. Félag þetta setti nú nefnd til þess að undirbúa ný lög fyrir sig, og er þau komu til umræðu, kom það greinilega í Ijós, að allmikill áhugi var meðal manna um að koma á slíku alls- herjarfélagi. En þegartil kastanna kom, treysti félagið sérekki til að koma því á laggirnar, en taldi það eitt með í lögunum markmið sitt: „að kosta kapps um, að slíkur félagsskapur sem þessi (þ.e. útgerðarmannafélagið) geti mynd- azt annarsstaðar við landið, þar sem þilskipaútvegur er stundað- ur, en allsherjarfélag var þar ekki nefnt á nafn. Þetta sama sumar í júlímánuði hafði útgáfa fisk- veiðatímaritsins „Ægir" verið hafin, og lét það ekki félagsmálið til sín taka um sinn, en er útgerð- armannafélagið hafði gert þessa samþykkt, kvað tímaritið uppúr með það, pð stofnun slíkra félaga væri þarfa verk, en að þau að síð- ustu yrðu að mynda eitt félag fyrir allt landið. Sama ár bar þáver- andi 2. þm. Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Valtýr Guðmundsson, síðar prófessor, fram á þingi frumvarp til laga um stofnun fisk- veiðasjóðs íslands. Á umræð- unumum frumvarpið (það er fisk- veiðasjóðsfrumvarp Valtýs) sést að sjóður þessi er ætlaður sem nokkurskonar hugnun til sjávar- útvegsins fyrir það, að settur hafði verið á stofn Ræktunarsjóður handa landbúnaðinum. Umræð- urnar um frumvarpið voru fullt eins merkilegar eins og það var sjálft, því flutningsmaðurinn dr. Valtýr, tók það þá skýrt fram, að það yrði nú að fara að vinda bráðan bug að því að koma upp allsherjarfélagi, og var vel undir það tekið. Það kom og greinilegafram, að þingmönnum þótti nú vera mál til komið að gert væri eitthvað af hálfu hins opinbera fyrir útveg- inn, þar sem hann væri nú engu ómerkilegri stoð undir þjóðarbú- skapnum en landbúnaðurinn, sem var orð og að sönnu því að útflutningur sjávarafurða nam þegar þá miklu meiri upphæð en útflutningur búnaðarafurða. Það kvað svo rammt að þessu að ráð- herrann, Hannes Hafstein, fór beinlínis hjá sér af því að þing- maður hafði orðið til að flytja frumvarpið en ekki stjórnin." Þarna er karl kominn að því sem hann hefurstefntaðmeðallri frásögninni að koma högginu á Hannes Hafstein og til þess jafn- framt að gera hlut Valtýs höfuð- andstæðings Hannesar sem mestan lætur hann Valtý koma fram með frumvarpið án þess að nokkur hafi ýtt við honum. Þegar Guðbrandur segir frá áróðri Schacks, þá getur hann aðeins þess að áróður hans hafi verið á Útgerðarmannafélagið og aðeins um stofnun landsfélags en ekki fiskveiðasjóðs og þegar hann segir frá þeim félagsskap kemur hann höggi á Tryggva, frænda Hannes- ar, sem var formaður þess félags, og loks gefur Guðbrandur ótví- rætt í skyn, að Matthías Þórðar- Fiskibáturinn „Glaður", 22 smálestir, byggður íReykjavík 1929. 70-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.