Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1986, Page 27

Ægir - 01.02.1986, Page 27
Ásgeir Jakobsson: Nokkrir staksteinar á 75 ára ferli Fiskifélags íslands 1883 Ritgerð síra Þorkels prests á Reynivöllum í Kjós um félags- stofnun í líkingu við það, sem Fiskifélag íslands varð síðar. 1904 Umræður um stofnun landsfélags í fiskveiði- og útgerðar- málum hefjast. Sendiför Matthías- ar Þórðarsonar út til Noregs haustið 1904. 1905 Matthías kemur heim í febrúar með skýrslu til stjórnar- 'nnar og fer þá um borð í varð- skipið, sem leiðsögumaður. Þar er þá yfirforingi G. Schack og hann verður harður áróðurs- maður við ráðamenn um stofnun sjóðs til styrktar sjávarútvegi og til stofnunar landsfélags í fiskveiði- °8 útgerðarmálum. Matthías hóf ótgáfu Ægis í júlí og birti þar skýrslu um styrkveitingar Norð- manna til sjávarútvegs. Valtýr Guðmundsson, 2. þingm. Gull- bringu- og Kjósarsýslu leggur í sama mánuði, júlí, fram frum- varp sitt um stofnun Fiskveiða- sjóðs og þar er í 4. grein gert ráð fyrir stofnun landsfélags í fisk- veiði- og sjávarútvegsmálum. 1907 Ff. Amundsen verður yfir- foringi á íslands Falck og rekur mikinn áróður fyrir stofnun slíks landsfélags. 1908 Tryggvi Gunnarsson hefur í ársbyrjun forgöngu um fund til undirbúnings stofnunar slíks fólags. Bjarni Sæmundsson tekur saman lög fyrir félagið og sníður þau eftir lögum samskonar félags í Noregi. 1910 Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins fyrri og þar fremstir þingmenn Reykvíkinga dr. Jón Þorkelsson og Magnús Th.S. Blöndahl gangast fyrir nefndar- stofnun og eru þá í þeirri nefnd einnig menn úr Heimastjórnar- flokknum og varð sú nefnd til þess að haldinn var undirbún- ingsfundur að stofnun landsfélags í fiskveiði og útgerð. 1911 7. febrúar átti að halda stofnfund félagsins, en ágrein- ingur varð um ýmis atriði. Tryggvi Gunnarsson forðar því að félagið var látið heita: „Félag til eflingar íslenzkum fiskveiðum." 20. febrúar. Stofnfundur Fiski- félags íslands. Jens prófastur í Görðum á Álftanesi gaf því þetta nafn. Lög félagsins urðu þau sömu og Bjarni Sæmundsson hafði tekið saman 1908, nema gerðar nokkrar breytingar til lík- ingar við lög Búnaðarfélags íslands. 23. nóvember. Fyrsti stjórnar- fundur eftir stofnfund og hefur valdið þeim drætti skútuhaldið á þessum árum, þar sem margir fiskifélagsmenn voru skútuskip- stjórar. 1. desember. Sent út ávarp til landsmanna og hvatt til stofnunar deilda úti um land. 1912 Fiskifélagið endurvekur Ægi, sem hafði hætt að koma út í júlí 1909, og var þannig „dauð- ur" í tvö og hálft ár. Ritstjóri var sá sami og fyrr, Matthías Þórðar- son. Steinolíumál hefjast á þessu ári, en þau mál urðu stjórninni erfið. Vélbátarnír brenndu stein- olíu og danskt félag einokaði olíusöluna og seldi of dýrt að menn töldu og það varð fyrsta verkefni Fiskifélagsins að reyna að ráða bót á því og félagið hleypti sér þá í vandræði með að panta olíufarm frá Ameríku, en vegna skilmála, sem félaginu voru settir fyrir styrk til kaupanna af stjórnvöldum. Félagið mátti hvorki lækka olíuna né lána hana, en hvorttveggja gátu þeir, sem kepptu við félagið um olíu- söluna og sat félagið uppi með megnið af sinni olíu framá árið 1916 en því mun hafa tekizt samt að halda niðri olíuverðinu með því að eiga birgðir til að selja, ef olíuverð hækkaði. 1913 30. júní. Fyrsta Fiskiþing haldið. Strax í upphafi var svo ráð fyrir gert af Fiskifélagsmönnum að halda Fiskiþing á líkum tíma og Alþingi, þannig gæfist félag- inu bezt tækifæri til að hafa áhrif á gang sjávarútvegsmála á Alþingi. Fiskiþing var því haldið annað hvort ár meðan svo var um Alþingi og raunar miklu lengur. 1914 \ ársbyrjun hófust störf erindreka en þeir voru fyrstu ÆGIR - 87

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.