Ægir - 01.02.1986, Qupperneq 32
Handftökun.
ara stofnana, hefur gjörbreytzt,
frá því, er þær tóku til starfa. Með
tilliti til þessarar breytingar, sem
orðin er, ekki sízt síðan styrjöldin
hófst, verður ráðuneytið að telja
eðlilegt, að hlutast til um það, að
fram fari endurskoðun á starfsemi
allra þessara stofnana, með sér-
stakri athugun á því, hvort ekki
þætti betur fara að stofnanirnar
yrðu meira eða minna samein-
aðar og fækkað, og að lögum og
reglum yrði þá breytt í samræmi
við það."
Þótt þetta væri í bígerð hjá
stjórnvöldum, sem ekkert varð
reyndar af, þá hélt Fiskifélagið
sínu striki á næsta Fiskiþingi og
ræddi þar ef svo má segja af yfir-
náttúrlegri bjartsýni um uppbygg-
ingu fiskiflotans eftir styrjöldina,
sem enginn sá þó fyrir endann á,
hún geisaði þá sem áköfust. í
þingtíðindum 16. Fiskiþings, sem
sett var 16. febrúar 1942 segir
svo: „Fjárhagsnefnd er sammála
um það nauðsynjaverk, að Fisk-
veiðasjóður sé þess fær að styrkja
öfluglega nýþyggingu fiskiflotans
með hagkvæmum lánum, þegar
styrjaldarástandið lægir svo, að
veruleg nýsmíði skipa geti hafist
aftur." Síðan segir í áliti fjárhags-
nefndar 1942:
„Hins vegar er fjárhagsnefnd
Fiskiþings Ijóst, að Fiskveiða-
sjóður verður að sinna miklum
lánabeiðnum, þegar styrjaldar-
ástandinu léttir. Skýrslur um
skipatjón hér á landi frá síðustu
árum sýna, að gera má ráð fyrir
að um 6% af skipastólnum ónýtist
árlegaafslysum, en þarviðbætist
að margt af fiskiflotanum er orðið
gamalt og úrelt og sumt af skip-
unum tæpast sjófært. Það er því
engin fjarstæða að áætla, að
smíða þurfi um 100 ný skip á ári
fyrstu árin eftir styrjöldina."
Á 17. þingi Fiskifélags íslands,
1944 var lagt fram frumvarp til
laga fyrir Fiskifélag íslands og var
þar margt nýmæla sem menn
töldu fallin til að auka áhrif og
hleypa auknu lífi í alla starfsemi
félagsins, ogerhérekki rúmtil að
rekja þær lagabreytingar, þær
breyttu engu um megintilganginn,
sem finna mátti í fyrstu lögunum. í
þessum lögum var embættisheiti
stjórnarformanns breytt úr forseta
í fiskimálastjóra og hefur verið
svo síðan.
Slysatryggingarmál og björg-
unarmál voru mikilvægir mála-
flokkar á Fiskiþingum á stríðs-
árunum.
Að lokinni styrjöldinni þurfti
sjávarútvegurinn margs með í
uppbyggingu á öllum sviðum og
uppbygging flotans og því sem
henni fylgdi á ýmsum öðrum
sviðum urðu aðalmál Fiskiþinga
og stjórnar á eftirstríðsárunum og
þá ekki síður landhelgismálin,
sem Fiskifélagið hafði allatíðgert
ýmsar samþykktir um, þótt ekki
gengju fram fyrren síðar, en 1946
kom fram tillaga á Alþingi um
uppsögn samningsins frá 1901 og
síðan var það næst að land-
grunnslögin voru sett 1948 og þar
gert ráð fyrir útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar. Fiskifélagið lét
þetta mikla mál eðlilega mikið til
sín taka ekki sízt vegna þess að
fiskimálastjóri varð atkvæða-
maður í þeim málum. Á árinu
1945 var Bárður G. Tómasson,
skipaverkfræðingur ráðinn ráðu-
nautur félagsins í skipasmíðum.
1949 var Fiskifélaginu falið að
annast tilsjón með nýstofnuðum
Hlutatryggingarsjóði, síðar Afla-
tryggingarsjóði, og var Þórarinn
Árnason þá ráðinn til að safna
skýrslum. Þórarinn varð síðar
framkvæmdastjóri Aflatryggingar-
sjóðs, eftir að Már Elísson varð
fiskimálastjóri, en hann hafði
ráðist til Fiskifélagsins 1954 til
skrifstofustarfa og varð síðar fram-
kvæmdastjóri Hlutatryggingar-
sjóðs, en kosinn varafiskimála-
stjóri á 28. Fiskiþingi og tók við
starfi fiskimálastjóra í ágúst 1967.
Þá hefur Davíð verið orðinn svo
þreyttur á peningaleysi Fiskifé-
lagsins að hann brá sér þangað
92 -ÆGIR