Ægir - 01.02.1986, Side 39
verður unnt að leysa að einhverju
^arki t.d. með sérvinnslu eins og
nú þegar er gert á mörgum stöð-
um.
Crundvöllur þessara bolla-
'e8ginga er að sjálfsögðu atvinnu-
starfsemi sem rekinermeð fullum
afköstum allan ársins hring, enda
hefur öll atvinnuþróun í fisk-
veiðum og fiskiðnaði miðast við
það.
Þótt framtíðarþróun eigi eftir
að skila sér í mismunandi mæli til
einstakra frystihúsa er það þeim
öllum sameiginlegt, og raunar
öðrum fiskvinnslufyrirtækjum
einnig, að lágmarkskröfur þarf að
uppfylla um hreinlæti, snyrti-
mennsku og aðbúnað allan, inn-
anhúss sem utan, gagnvart starfs-
fólki, hráefni og vinnsluvörum.
Allarfiskvinnslustöðvar á landinu
ættu að vera boðlegir sýningar-
salir fyrir viðskiptavini. Margar
eru það sem betur fer en aðrar
ekki. Á meðan svo háttar er verk
að vinna svo frekari hagræðing
°g tækniþróun geti fylgt í kjöl-
farið.
Þetta eru forsendur þess að
Ijúka skuli framkvæmdum sam-
kvæmtfyrri hugmyndum um lág-
marksstaðal á frágangi frystihúsa.
2. Uppbygging frystihúsanna
áárunum 1972-1981
í því átaki sem gert hefur verið
til endurbóta á frystihúsunum frá
1972 var áhersla lögð á eftirfar-
andi atriði:
1- Uppbygging og endurbætur
á húsnæði skyldi fullnægja
kröfum um hreinlæti við mat-
vælaframleiðslu, aðbúnað
starfsfólks og hagkvæmt
skipulag framleiðslustarfsem-
innar.
2. Vélvæðing skyldi miða að
auknum afköstum, betri nýt-
ingu hráefnis, léttari störfum
og fækkun starfsfólks.
Framkvæmdin hefur í raun
orðið þessi:
Uppbyggingin hefur fyrst og
fremst beinst að nýtingu húsanna
til framleiðslu á fiskflökum í 5
punda (Ibs) pakkningar og blokk
á Bandaríkjamarkað, sbr. stóru
frystihúsin sem fá regluleg hrá-
efnisaðföng af skuttogurum.
Útbúnaðurinn hefur fyrst og
fremst aukið afköstin og létt
störfin í tilfærslukerfum með lyft-
urum, lyfti- og færiböndum og
vélvæðingu í flökunarsal sem
jafnframt hefur bætt nýtingu hrá-
efnisins. Starfsfólki hefur tækkað
nokkuð, sérstaklega í flökunar-
sal.
Sumir þættir í vinnslukerfinu
hafa ekkert breyst eins og t.d.
hleðsla og afhleðsla frystitækja,
úrsláttur og röðun í kassa og á
palla til stöflunar í frostgeymslu.
Enda þótt sérstakt átak í upp-
byggingu frystihúsanna hafi
staðið yfir í meira en áratug og
mörg þeirra séu nú tæknilega
þróaðri en upphaflega var áform-
að, er mörgu enn ábótavant.
í skýrslunni „Úttekt á búnaði
og afköstum frystihúsa" frá
febrúar 1983, sem unnin var a
vegum sjávarútvegsráðuneytis-
ins, er stiklað á helstu vankönt-
unum.
Vélvæðing í flökunarsal er á
flestum stöðum í nokkuð góðu
horfi. Bætt tilfærslukerfi vantar í
mörg hús, m.a. lyftara. Enn eru í
notkun frystiklefar þar sem lyft-
urum verður ekki við komið til
stöflunar úrtækjasal néfermingar
flutningatækja við útskipun
afurða. Nokkuð er enn af óein-
angruðum frystitækjum sem þar
af leiðandi sóa orku. Kældar hrá-
efnisgeymslur vantar eða eru
ófullnægjandi. Frágangi umhverfis
er ábótavant á nokkrum stöðum.
Skipulag vinnslurásar þarfendur-
bóta við í sumum húsum. Lag-
færa þarf húsakynni í nokkrum
tilvikum og byggja þarf ný hús
eða endurbyggja þau sem fyrir
eru á tveimur stöðum (Skaga-
strönd og Raufarhöfn).
Þegar lengra skal halda í upp-
byggingar- og þróunarátt er
nauðsynlegt að byrja á því að
Ijúka eldri framkvæmdaáætlun-
um, enda séu þær að fullu í takt
við tímann. Kostnaðurinn verður
yfirleitt hófsamur miðað við
væntanlegan árangur.
ÆGIR - 99