Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 39

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 39
verður unnt að leysa að einhverju ^arki t.d. með sérvinnslu eins og nú þegar er gert á mörgum stöð- um. Crundvöllur þessara bolla- 'e8ginga er að sjálfsögðu atvinnu- starfsemi sem rekinermeð fullum afköstum allan ársins hring, enda hefur öll atvinnuþróun í fisk- veiðum og fiskiðnaði miðast við það. Þótt framtíðarþróun eigi eftir að skila sér í mismunandi mæli til einstakra frystihúsa er það þeim öllum sameiginlegt, og raunar öðrum fiskvinnslufyrirtækjum einnig, að lágmarkskröfur þarf að uppfylla um hreinlæti, snyrti- mennsku og aðbúnað allan, inn- anhúss sem utan, gagnvart starfs- fólki, hráefni og vinnsluvörum. Allarfiskvinnslustöðvar á landinu ættu að vera boðlegir sýningar- salir fyrir viðskiptavini. Margar eru það sem betur fer en aðrar ekki. Á meðan svo háttar er verk að vinna svo frekari hagræðing °g tækniþróun geti fylgt í kjöl- farið. Þetta eru forsendur þess að Ijúka skuli framkvæmdum sam- kvæmtfyrri hugmyndum um lág- marksstaðal á frágangi frystihúsa. 2. Uppbygging frystihúsanna áárunum 1972-1981 í því átaki sem gert hefur verið til endurbóta á frystihúsunum frá 1972 var áhersla lögð á eftirfar- andi atriði: 1- Uppbygging og endurbætur á húsnæði skyldi fullnægja kröfum um hreinlæti við mat- vælaframleiðslu, aðbúnað starfsfólks og hagkvæmt skipulag framleiðslustarfsem- innar. 2. Vélvæðing skyldi miða að auknum afköstum, betri nýt- ingu hráefnis, léttari störfum og fækkun starfsfólks. Framkvæmdin hefur í raun orðið þessi: Uppbyggingin hefur fyrst og fremst beinst að nýtingu húsanna til framleiðslu á fiskflökum í 5 punda (Ibs) pakkningar og blokk á Bandaríkjamarkað, sbr. stóru frystihúsin sem fá regluleg hrá- efnisaðföng af skuttogurum. Útbúnaðurinn hefur fyrst og fremst aukið afköstin og létt störfin í tilfærslukerfum með lyft- urum, lyfti- og færiböndum og vélvæðingu í flökunarsal sem jafnframt hefur bætt nýtingu hrá- efnisins. Starfsfólki hefur tækkað nokkuð, sérstaklega í flökunar- sal. Sumir þættir í vinnslukerfinu hafa ekkert breyst eins og t.d. hleðsla og afhleðsla frystitækja, úrsláttur og röðun í kassa og á palla til stöflunar í frostgeymslu. Enda þótt sérstakt átak í upp- byggingu frystihúsanna hafi staðið yfir í meira en áratug og mörg þeirra séu nú tæknilega þróaðri en upphaflega var áform- að, er mörgu enn ábótavant. í skýrslunni „Úttekt á búnaði og afköstum frystihúsa" frá febrúar 1983, sem unnin var a vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins, er stiklað á helstu vankönt- unum. Vélvæðing í flökunarsal er á flestum stöðum í nokkuð góðu horfi. Bætt tilfærslukerfi vantar í mörg hús, m.a. lyftara. Enn eru í notkun frystiklefar þar sem lyft- urum verður ekki við komið til stöflunar úrtækjasal néfermingar flutningatækja við útskipun afurða. Nokkuð er enn af óein- angruðum frystitækjum sem þar af leiðandi sóa orku. Kældar hrá- efnisgeymslur vantar eða eru ófullnægjandi. Frágangi umhverfis er ábótavant á nokkrum stöðum. Skipulag vinnslurásar þarfendur- bóta við í sumum húsum. Lag- færa þarf húsakynni í nokkrum tilvikum og byggja þarf ný hús eða endurbyggja þau sem fyrir eru á tveimur stöðum (Skaga- strönd og Raufarhöfn). Þegar lengra skal halda í upp- byggingar- og þróunarátt er nauðsynlegt að byrja á því að Ijúka eldri framkvæmdaáætlun- um, enda séu þær að fullu í takt við tímann. Kostnaðurinn verður yfirleitt hófsamur miðað við væntanlegan árangur. ÆGIR - 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.