Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 42
til hafna í Evrópu hafa ekki dregið
úr ísfisksölum fiskiskipa þangað
en magnaukningin hefur í ein-
staka tilvikum haft áhrif til lækk-
unar á verði. Óvíst er enn um
þróunina í þessum málum.
Óhætt er því að fullyrða að
ýmsar hreyfingar séu í gangi sem
knúið geti á um verulegar breyt-
ingar á starfsaðstöðu frystihús-
anna í framtíðinni, framleiðslu-
búnaði þeirra og skipulagi vinnsl-
unnar.
Eftir sem áður má þó telja full-
víst að hin hefðbundna vinnslu-
rás verði enn um sinn kjarninn í
uppbyggingu frystihúsanna en
ýmiss konar sérvinnsla þróist í
auknum mæli til hliðar við hana
eins og verið hefurfram að þessu.
Framleiðsla á fiskfarsi að japönsk-
um hætti og vörum úr því (surimi
og kamaboko) hafa e.t.v. nokkra
sérstöðu ef farið verður út í hana
hér á landi en á þó að geta þróast
með annarri framleiðslu séu full-
nægjandi aðstæður fyrir hendi.
4. Framtíðarþróun búnaðar
í frystihúsum
Ef því er slegið föstu að hin
hefðbundna vinnslurás verði enn
um sinn þungamiðjan í starfsemi
frystihúsanna og sérvinnsla alls
konar verði stunduð til hliðar við
hana, mun í framtíðinni verða
leitast við að bæta þá þætti
vinnslurásarinnar sem skemmst
eru á veg komnir tæknilega.
Eins og áður hefur komið fram
er sjálfvirkni í flökunarsal veru-
lega mikil. Þó þarf mann til að
raða í hausara, annan til að raða í
flökunarvél og einn til tvo til að
sjá um að roðfletting gangi eðli-
lega fyrir sig. Með nýrri vélasam-
stæðu, Baader 185, er aðeins
þörf fyrir einn mann auk manns-
ins sem raðar í hausarann. Þessi
vél er það ný að lítið er um hana
Vetrarvertíðin hefur oft verið gjöful.
hér á landi enn sem komið er.
Óvíst er þó hvort það svari kostn-
aði að skipta á þessari vél og þeim
sem fyrir eru, séu þær í góðu
standi en nýja vélin er álitlegur
kostur þegar endurnýjunar er þörf
og ef bæta þarf við vegna afkasta-
aukningar.
Sá hluti vinnslurásarinnar sem
mestur áhugi er á að endurbæta
er vinnusalurinn, þ.e. snyrting,
vigtun og pökkun. Til mikilserað
vinna því meginþorri starfsfólks-
ins er bundinn þar. Þennan hluta
vinnslunnar gengur jafnframt
verst að manna. Skapast þar iðu-
lega framleiðslutregða (flösku-
háls) þar sem framleiðslugeta
annarra vinnsluþátta er oftast
meiri, jafnvel þótt salurinn séfull-
mannaður.
Helsta vandamálið er greining
á ormum og beinum og fjarlæg-
ing þeirra. Töluverðar rannsóknir
hafa verið gerðar til að kanna
möguleika á sjálfvirkni í grein-
irigu orma og beina en ennþá án
árangurs. Finnist slík greiningar-
aðferð er talið tiltölulega auðvelt
að hanna búnað til að fjarlægja
þau.
Aðferðir til sjálfvirkrar pökk-
unar eru þekktar en þær þarf að
laga að kröfum viðskiptavina á
hverjum tíma um frágang í
umbúðir.
102 - ÆGIR