Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1989, Side 10

Ægir - 01.04.1989, Side 10
174 ÆGIR 4/8? lögðust niður 1980 er pólsk stjórn- völd bönnuðu innflutning á salt- aðri síld í sambandi við aðgerðir sem þá var grípið til vegna vax- andi efnahagsöngþveitis í landinu. Árið 1985 tókst að selja Pól- verjum takmarkað magn af um- framframleiðslu ársins á undan. Líkur eru á því að unnt verði að selja Pólverjum nokkurt magn á komandi vertíð sem hluta af and- virði skipa, er Pólverjar smíða fyrir Islendinga. Pólverjar fiafa síðustu tvö árin keypt töluvert af saltaðri síld frá Noregi, en norsku síldar- saltendurnir hafa verið fremur tregir að framleiða upp í þá sölu- samninga sökum þess hve verðið hefir verið lágt. Hollendingar hafa í nokkur ár selt Pólverjum saltsíld sem greiðslu upp í hluta af and- virði skipa, sem smíðuð hafa verið fyrir þá í Póllandi. I Bandaríkjunum er takmarkað- ur markaður fyrir saltaða síld en hin síðari árin hefir aðeins tekist að selja þangað óverulegt magn af íslenzkri saltsíld. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að frá Kanada fá Bandaríkjamenn síldina á langtum lægra verði. T.d. fá þeir hverja flakatunnu frá Kanada á mun lægra verði en við þurfum að fá fyrir síldina hausskorna. Mynd 4 Neyzlusvæbi saltabrar síldar í Evrópu (Tölustafirnir tákna helztu síldveibisvæbin vib strendur Evrópu)- Þróun gengismála Gengisfall Bandaríkjadollars og svonefnd fastgengisstefna íslenzkra stjórnvalda hefir komið harðar niður á saltsíldarframleiðslunni en nokkurri annarri grein íslenzks fiskiðnaðar, þar sem 2/3 hlutar saltsíldarinnar hafa verið seldir í Bandaríkjadollurum, en svo sem kunnugt er fara öll viðskipti íslands og Sovétríkjanna fram í þeim gjaldmiðli. Sem dæmi um afleiðingarnar skal hér nefnt að á útflutningstíma saltsíldar frá ver- tíðinni 1987 (des. 1987/marz 1988) fengust 7% færri krónur fyrir hvern Bandaríkjadollar en þrem árum áður, þrátt fyrir þá staðreynd að verðlag hér á landi hafði á sama tímabili hækkað um tæplega 100%. Síldarsöltunin Á töflu 2 er birt yfirlit um síldar- söltunina á hinum einstöku höfn- um frá því að veiðar í hringnót voru leyfðar á ný árið 1975. Á töflu 3 er birt yfirlit um söltunina á einstökum söltunarstövðum á sama tímabili. Á árunum 1975 - 1979 veiddist síldin eingöngu við suðurströnd landsins en síðan 1980 hefir aðalveiðisvæðið verið inni á fjörðum austanlands, eins og söltunartölur einstakra sta^‘ bera með sér. Tilrauna- og flökunarstöb Einn er sá þáttur í sambandi ' saltsíldarframleiðsluna sem rétt að minnast á í þessu yfirliti en P er rannsókna- og tilraunastarfs ^ sú, sem farið hefir fram á veg Síldarútvegsnefndar. Árang^1^ af þessari starfsemi hefir ofta1 einu sinni leitt til þáttaskila írnal. aðsmálum íslensku saltsíldarin113 , Hér verður aðeins drepið a P atriði í sambandi við þessa raunastarfsemi, sem leitt ha,a aukinnar framleiðslu nýrra til' teg'

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.