Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 16
412 ÆGIR 8/89 og líka þótt algert frjálsræði hefði verið við lýði. Vafalaust hafa landshlutar farið misjafnlega út úr fyrstu úthlutun aflamarks, vegna viðmiðana sem notaðar voru. Það hefur þó örugglega lítil áhrif haft á, hvernig flutningar útgerðar milli landshluta hafa þróast. Margir hafa bent á, að frelsi til útgerðar getur verið meira innan kvótakerfisins en nokkurs þess stjórnunarapparats sem fundið hefur verið upp til stýringar veiða. Ef öll útgerð er sett undir sömu reglur, geta útgerðarmenn aflað að vild, svo framarlega sem þeir greiða fyrir þann viðbótarafla sem þeir telja sig þurfa. Það er enginn grundvallarmunur á útgerð skipa og hverju öðru framleiðslu fyrir- tæki sem á hráefnisnámu og vélar til að framleiða vörur úr hráefn- inu. Báðir aðilar verða gera upp við sig sama dæmið. Hvort á að framleiða vöru eða selja hráefnið óunnið? Ef aðgangur að auðlindum hafs- ins er mismunandi eftir landshlut- um, þá liggur sá mismunur í skipt- ingu í suður- og norðursvæði. Þegar litið er á þá landshluta sem REYTINGUR Skipadeild Sambandsins gefur fiskútflytjendum nýjan valkost Skipadeild Sambandsins hefur tekið upp þá nýbreytni að sigla beint til Bremerhaven. Frá og með 29. ágúst hefjast siglingar á leið- inni Reykjavík - Vestmannaeyjar - Bremerhaven og gefst útflytj- endum á ferskum fiski kostur á að koma fiskinum þriggja til fjögurra daga gömlum á markað í Bremer- haven. Leiguskip Sambandsins, Árfell, verður á þessarri „rútu" frá og með helst telja sig fara halloka undir þessu kerfi, þ.e.a.s. svæðið frá Malarrifi að Hornbjargi, þá er Breiðafjörður á suðursvæði og Vestfirðir á norðursvæði, þannig að ekki getur svæðaskiptingin skýrt slæmt hlutskipti beggja. Sama er hvaða samanburður er gerður, hvort heldur er á stöðum milli þessara svæða eða innan svæð- anna. Gengi sjávarútvegs ein- stakra staða er með öllum hætti. Hvernig sem þessir aðilar reyna að varpa ábyrgð slæms gengis á kvót- akerfið, finnast ekki rök sem styðja þær staðhæfingar. Hvaða stigs- munur er á möguleikum staða á Vestfjörðum og t.a.m. Skaga- strandar til velgegni innan kvóta- kerfisins? Annað: hvaða ástæða liggur að baki því að Vestmanna- eyingar spjara sig vel undir þessu kerfi, en að sama skapi virðast Eyr- arbakki og Stokkseyri fara halloka? Hversvegna fer hlutdeild Hafnfirð- inga í heildarafla vaxandi, meðan Reykjavík tapar hlutdeild? Sitja Siglfirðingar og Akureyringar ekki við sama borð hvað kvótakerfið snertir? Hversvegna vinnur Grinda- vík á sem mikilvægur útgerðar- staður, en Keflavík tapar að sama skapi? Ástæður velgegni eins lands- hluta á kostnað annars hvað varðar afla, eru vafalaust þær sömu og áður. Þ.e.a.s. hvernig fiskur gefst á staðbundnum miðum, hvernig verðþróun teg- unda er, hvernig mönnum gengur að laga sig að breyttum aðstæðum og hve gott er að reka fyrirtæki a stöðunum m.t.t. vinnuafls og þjónustu af öllu tagi. í seinni hluta greinarinnar voru dregnar fram mest áberandi breyt- ingar á ráðstöfun aflans frá skipum og á þróun afla helstu fisktegunda. Sennilegra er að þarna sé að leita skýringa á velgegni í útgerð heldur en að einblína stöðugt á stjórnkerfi veiðanna. Ef að þessu viðbættu væri gerð almennileg athugun a mismunandi kostnaðarliðum heimila og fyrirtækja á þessum stöðum og hvernig að almanna- þjónustu og samgöngum er staðið, þá fengjust raunverulegar orsakir fyrir þessum breytingum. 29. ágúst og á hálfsmánaðar fresti þaðan í frá. Farið verður frá Reykjavík annanhvern þriðjudag og frá Vestmannaeyjum annan- hvern miðvikudag. Komið er til Bremerhaven á sunnudag, þannig að Vestmannaeyingar geta komið fiskinum þriggja til fjögurra daga gömlum á markaðinn í Bremer- haven. Nú er svo komið að flestir helstu ferskfiskmarkaðir V-Evrópu eru komnir inn í samgöngukerfi okkar á þann hátt sem best verður á kosið. Þegar til lengdar lætur og ef svo fer sem flestir óska að fiski- skipaflotinn nái heppilegri stærð, mun sá kostnaður sem í því er fólginn að láta fiskiskip sigla með aflann, valda því að siglingar t'iski- skipa leggist af. Augljóslega ódýrara fyrir þjóðarbúið að senda flutningaskip með 1.000 lesta fis farm í gámum út, en að firnn1 veiðiskip, sem hvert um sig kosta jafnmikið og flutningaskipið, s'S 1 út með sama magn. FlutninS3 skipið er sennilega að auki ódýr ara í rekstri á dag, en meðaltogar' og tekur að jafnaði farm bá a leiðir. Því er hér um lofsvert frann tak að ræða hjá Skipadeild San1 bandsins og verður vonanjr_ öðrum skipafélögum til myndar um bætta þjónustu v sjávarútveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.