Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 28
424 ÆGIR 8/89 voru samþykktar árið 1972, var 10. reglan algjör nýsmíði, en þá voru gerðar miklar breytingar á reglunum. Árið 1981 voru gerðar mestar breytingar á þessarri reglu." Mikið hefur skort á aðgengilegar upplýsingar um reglur um aðskildar siglingaleiðir, sem eru ein markverðasta nýjung í alþjóðlegum siglingareglum á síð- ustu árum. Guðjón bætir með bók sinni úr því og lætur fylgja útskýringum á þessum reglum, upplýsingar um öll helstu atriði sem skipstjóri og stýrimenn þarfn- ast á fjölförnustu siglingaleiðum við V-Evrópu og víðar. T.d. varð- andi siglingar um Ermarsund, þá eru gefin upp spásvæði ensku og frönsku veðurstofanna, kort, listi yfir radíóvita við Ermarsund og kort yfir sjávarfallastrauma. Vísað er í sérreglur sem í gildi eru á ákveðnum leiðum s.s. Ermarsundi, Þýsku bugt og varðandi innsigl- ingu til Rotterdam o.m.fl. Sérstaklega er mikill fengur í listum yfir sjókort helstu siglinga- leiða íslenskra skipa og ítarlegum útskýringum á kortum sem fylgja bókinni. Hér er um að ræða upp- lýsingar sem skipstjórnendur hafa átt erfitt með verða sér úti um og oft hefur verið tafsamt að verða sér úti um rétt kort í höfnum erlendis. Notkun siglingatækja All ítarlegar útskýringar eru í bókinni um hversvegna skipstjórn- armenn geta ekki treyst siglinga- tækjabúnaði skipsins í blindni við allar kringumstæður. Sem dæmi er myndin hér á síðunni, sem er ein af fimm myndum úr bók Guðjóns, þar sem hann útskýrir hvernig ratsjáin getur gefið mis- munandi upplýsingar um aðstæð- ur eftir því hvernig veðurskilyrði eru. (Mynd 3). Hér er um að ræða atriði sem þarf að leggja aukna áherslu á. Þó, auknum tækjabúnaði fylgi meiri og oft betri upplýsingar fyrir stjórnendur skipanna, þá er ekkert tæki sem kemur í staðinn fyrir hæfan mann í brú. Reglur um varðstöðu í brú Til að draga fram sæmilegt yfir- lit um það efni sem fram kemur í bókinni, þarf meira en stutta blaðagrein. Þó, er rétt að geta um nýtt efni sem ítarlega er fjallað um í 13. kafla bókarinnar. Þ.e.a.s. um hvernig að vakt skal staðið. Vitnum einu sinni enn í formál- ann, en þar segir: „ Mjög veiga- mikil breyting og viðbót er þýðing á ritinu Starfshættir í brú (Bridge Procedures Guide), sem er gefið út af Alþjóðasamtökum skipaeig- enda (ICS-lnternational Chamber of Shipping) ásamt öllum vakt- reglum Alþjóðasiglingamálastofn- unar, er varða skipstjórnarmenn. í kafla um varðstöðu er þýðing á föstum fyrirmælum og sérstökum reglum kanadíska útgerðarfélags- ins National Sea Products Limited (NSP), sem hafa verið settar fyrir yfirmenn á frysti- og verksmiðju- togurum félagsins." „Með tilliti til þess, að rann- sóknir hafa leitt í Ijós, að orsakir flestra slysa eru mannleg mistök, tengd vöktum og skipulagi vakta í brú, hefur verið lögð aukin áhersla á varðstöðu og skipulag vakta og starfa á stjórnpalIi. í því sambandi hef ég haft hliðsjón og mjög góð not af stórmerkilegri skýrslu norska tryggingafélagsins ,Det Norske Veritas' þar sem gerð var vísindaleg athugun og greining á árekstrum og ströndum skipa, skráðra í Noregi frá 1970—1978." Mynd 4 á næstu síðu er úr skýrslu Det Norske Veritas, um ástæður fyrir strandi eða árekstri. Á myndinni eru orsakaþættir óhappa tengdir saman þ.e.a.s. tvær skyssur fara saman og verða til þess að óhapp á sér stað. T.d. „N4, útvörður ekki í brúnni" og stýrimaður sofnar á vaktinni er í 62 tilvikum orsök óhapps. Þannig er „sofnaði á vaktinni" talin höfuð- orsök óhappsins, en eins og Guð- jón segir, þá er alltaf matsatriði hvað er orsök óhappsins þ.e. ólík- legt er að komið hefði til slyss eí útvörður hefði verið á vakt ásanit stýrimanni. Að lokum er birt hér ein grein úr vaktreglum um borð í togurum kanadíska útgerðarfélagsins NSP, fyrirmæli til skipstjóra og stýri- manna: „Regla 24. Skipstjóri skal sjá til þess að hæfur spilmaður sé a hverri vakt. Ef ekki er hægt að finna tvo spilmenn í áhöfn skipsins skal þjálfa tvo skipverja. SpH' maður skal ætíð vera við stjórn- tæki togvindunnar, þegar spil er notað á veiðunum, við að kasta og hífa, en skipstjórnarmaður á vakt gætir að skipinu og stjórnar þvl- Mynd 3. Heitt, rakt loft leggst yfir kaldan sjó og myndar þoku sem liggur kyrr yfir sjórHn Hiti og raki loftsins aukast með hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.