Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 6
402 ÆGiR 8/89 SKIPTING AFLA EFTIR HEIMAHÖFNUM SKIPA 1983 OG 1988 INNGANGUR Sjávarútvegur skiptist, ef þröngt er skilgreint, í tvær megingreinar, veiðar og vinnslu. í þessarri grein er fjallað um veiðarnar. Hvernig afl- inn skiptist á landshluta eftir heima- höfnum skipanna sem aflanum hafa náð. Með greininni er lokið umfjöllun um þróun skiptingar afla eftir landshlutum á árunum 1984- 1988, sem hófst í 7. tölublaði Ægis 1989. Hér verður borin saman skipting afla á landshluta á árinu 1988 og á síðasta ári skrapdagakerf- isins 1983. Tekin er skipting kvótabundinna botnfisktegunda og skipting heildar- aflans á landshlutana. Við saman- burð á tölum sem fram koma hér og tölum um tilflutning aflamarks úr fyrrnefndri grein um flutning afla- marks, skal hafa í huga að mis- munur sem á þeim kann að vera, getur átt margar orsakir. í fyrsta lagi að grunnaflamark skipa miðaðist í upphafi við þriggja ára tímabil, 1981-1983. í öðru lagi að sóknar- mark og aukinn floti smábáta kann að hafa raskað hlutföllum afla á milli landshluta. í þriðja lagi að loðnuveiðar lágu niðri á vetrar- vertíð 1983 og fengu loðnubátar að einhverju leyti aflaleysið bætt með leyfum til botnfiskveiða. í fjórða og síðasta lagi var í grein um tilflutning kvóta stuðst við útgefna þorskígild- isútreikningsstuðla sjávarútvegs- ráðuneytis og fylgt breytingum á þeim milli ára, en hér er afli áranna 1983 og 1988 heildaður til þorskígilda eftir meðalverði land- aðs afla innanlands á árinu 1988. Mikil breyting hefur orðið á verð- gildi botnfisktegunda sem falla undir kvótakerfi, í megindráttum í þá átt að þorskur hefur fallið í verði gagnvart hinum teg- undunum og veldur það mestu um mismunandi niðurstöður um breytta skiptingu á afla þessara tegunda milli landshluta á árunum 1984-1988. Til að ná fram skýrari mynd af breytingum á aflaskiptingu er aflinn, eins og áður sagði, heild- aður saman í þorskígildistonn. Þorskígildi hinna ýmsu fiskteg- unda eru fengin með því að nota meðalverð landaðs afla innan- lands á árinu 1988 og vega saman heildaraflann til meðalverðs á samsvarandi magni af þorski. Þannig fáum við t.a.m. að tæp 10 kg af loðnu jafngilda kílói af þorski og 5.2 kíló af þorski þarf til að vega á móti kílói af humar. Þessi verðhlutföll gefa að sjálfsögðu ekki rétta mynd af meðalverði teg- unda bæði árin og jafnvel ekki hár- rétta mynd af verðmæti aflans árið 1988, t.a.m. er rækja reiknuð til þorskígiIda eftir meðalverði land- aðrar rækju innanlands, en eins og flestir vita er einmitt verðmæt- asta rækjan að mestu fryst í hafi og flutt þannig út. Til að ná sem bestu samræmi milli ára er þessi leið þ° valin þrátt fyrir ýmsa vankanta. STÆRSTU ÚTGERÐARSTAÐIRSW Fyrst er rétt að líta á aflahæstu útgerðarstaði landsins á árunum 1983 og 1988. Tafla 1 sýnir ellefu mestu útgerðarstaðina á þessum árum. Ágúst Einarsson tók saman landaðan afla eftir landshlutum og birti töflur yfir 10 stærstu löndunar- hafnir landsins á árunum 1987 og 1988, í grein í 4. tölublaði ÆglS 1989. Niðurstöður sem hér korna fram í töflu 1, í fremsta dálki um mestu útgerðarstaðina 1988, eru svipaðar og birtust í grein Ágústs- að því undanskildu að Reykjaví' skýst í toppsætið í stað Vestmanna- eyja og Grindavík hækkar úr tíunda sæti samkvæmt grel[| Ágústs, upp í það fjórða. Hva Reykjavík varðar er mikill rækju afli skipa skrásettra í Reykjav' meginástæða breytinga á r° • Skip frá Reykjavík öfluðu 3.5| tonna af rækju á árinu 1988 á mo > 763 tonnum Vestmanneyinga- vísu vegur nokkuð á móti að Vest manneyingar fiska 12.471 tonn a síld, en skipfrá Reykjavík einung'S 1.400 tonn. Þessir tveir staði skera sig talsvert úr hvað 3 varðar, samtals með nærri fimm ung heildaraflans í þorskígiIdunm Ef hinsvegar er tekið hlutfall sta . anna af heildaraflanum í u13^1^ Vestmannaeyjar með 226-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.