Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 22
418 ÆGIR 8/89 Steinar Viggósson: Breytingar á fiskiskipum og hönnun nýrra fiskiskipa INNGANGUR A undanförnum áratugum hefur orðið mikil breyting á fiskiskipa- flota íslendinga. Hér er í stuttu máli gerð grein fyrir hverjar breytingar hafa verið gerðar síðustu árin. Aðallega fjallað um endurbyggingar á eldri skipum og hönnun minni fiski- skipa. BREYTINGAR Á SKIPUM Til að fjalla um breytingar og þróun fiskiskipaflotans er nauð- synlegt að skipta honum upp í stærðarflokka. Bátar 50 brt. og minni Breyting á þessum skipum hefur ekki verið umtalsverð, þó hefur það færst í vöxt að þessir bátar hafa verið búnir togveiðarfærum. Ekki er hægt að mæla með að svo sé gert nema að undangenginni nákvæmri athugun á stöðugleika þeirra. Allmargir bátar af þessari stærð hafa farist síðustu ár og er þar meðal annars ófullnægjandi stöðugleika kennt um. (Sjá mynd 1). Meðalstórir bátar (50 - 250 brt.) Á árunum 1960-1970 átti sér stað mikil endurnýjun á fiskiskipa- flotanum. Á fyrri hluta þessa tíma var mikil síldveiði við landið, verð var hátt, mikil bjartsýni var ríkj- andi og samið var um smíði á mörgum skipum. Þessir bátar hafa síðan gengið í gegnum meiri breytingar en áður hefur þekkst á íslandi. (Sjá mynd 3). Líta má á þessar breytingar á tvo vegu. Annars vegar sem endur- nýjun á búnaði og tækjum svo sem aðalvél, vindum, stýrishúsi, breytingu á rafmagni úr DC í AC o.fl. Hins vegar sem breytingar á skipinu vegna olíusparnaðar, bættra íbúða, nýrra veiðarfæra, bættrar vinnuaðstöðu og bættrar meðferðar á afla. Það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti þessara miklu breytinga. Sem rök á móti þeim má nefna að þessir bátar eru oft orðnir all gamlir þegar breyting- arnar eru gerðar og því ástand skipanna misgott vegna tæringar, slits. o.fl. Einnig er við upphaflega hönnun skipsins búið að festa ákveðna hluti svo sem skrokkform, stað- setningu á íbúðum o.fl. sem kemur í veg fyrir að hámarks- árangur náist við breytingarnar. Alvarlegast má þó telja að ekki er sjáanlegt að þessar breytingar hafi stuðlað að minni slysatíðni meðal sjómanna. En nánar verður vikið að því síðar. Developement for smatl vessets Úr fyrirlestri sem haldinn var í Bella Center á World Fishing Exhibition 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.