Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 23

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 23
8/89 ÆGIR 419 Þó hægt sé að nefna ýmsa ókosti við svona stórfelldar endurbyggingar er einnig hægt að benda á ýmsa kosti. Til dæmis má 8eta þess að breytingar gefa oft meiri sveigjanleika í notkun. Ef bau skilyrði skapast að það verður í einu hagstæðara að veiða í troll heldur en í net eða hærra verð er fyrir fisk geymdan í Þskikörum heldur en í stíum er yfirleitt hagstæðara að breyta núverandi skipum fyrir þessar nýju a&stæður í stað þess að smíða ný. Oft verður fjárhagsleg byrði minni við endurbyggingu en ný- smíði. Við nýsmíði er fjárfest fyrir háar upphæðir á skömmum tíma, en sé eldri skipum breytt er hægt að nota úr þeim það sem gott er og dreifa því sem þarf að breyta eða laga á nokkur ár, eða sameina við- hald og breytingar. Slíkt mætti þá kalla stöðuga endurnýjun. Þegar rætt er um þessi mál verður ekki hjá því komist að nefna áhrif stjórnvalda á þróun þessara mála. Fjármagnsfyrir- greiðsla til nýsmíði hefur verið mjög mismunandi og hefur það haft sín áhrif á þessa þróun. Frá því á árunum 1980-82 hefur verið ráðandi sú kenning að fiskiskipa- floti íslendinga hafi verið of stór. Af þeim sökum hafa stjórnvöld unnið gegn því að byggð væru ný skip og jafnvel bannað það með lögum á tímabili. Þessi andstaða stjórnvalda hefur vafalaust ýtt undir þá þróun sem orðið hefur á endurbyggingu skipa af þessari stærð. Togarar Á árunum 1970—1980 var smíð- aður mikill fjöldi nýrra skuttogara fyrir íslendinga. í dag u.þ.b. 19 árum frá því þessi smíði hófst hefur reynslan kennt okkur að líf- tími skuttogara er mun skemmri en skipa í þeim flokkum sem rætt hefur verið um hér að framan. Eftir 12—14 ára notkun er komin veruleg þörf á lagfæringu á skut, þilfari og ýmsum veiðibúnaði. Þar sem togveiðar krefjast einnig mikillar vélarorku eru breytingar sem leiða til olíusparnaðar æski- legar. Við hjá mínu fyrirtæki höfum verið í aðstöðu til þess að fylgjast mjög náið með breytingum sem hafa verið gerðar á 8 systurskip- um, sem hefur verið breytt á mis- munandi hátt og með mismunandi árangri. Mest hefur breytingin verið á 6 af þessum skipum sem var breytt á síðustu tveimur árum. Áður hafði verið settur skrúfu- hringur á flest þessara skipa sem breytti verulega togkrafti þeirra. Á mynd 2 má sjá hvernig þessi skip líta út fyrir og eftir breytinguna. Helstu breytingarnar eru sem hér segir: Ný aðalvél sett niður, 2400 hö með 15% lægri eðliseyðslu en sú gamla. Nýr skrúfubúnaður með skrúfu- hring, þvermál skrúfu 2900 mm rpm 150.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.