Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 27
8/89 ÆGIR 423 ingaleiðir á mestu skipaumferðar- svæðum heims. Kortin eru u.þ.b. 30 x 40 cm af stærð. Að kalla bókina kennslubók í S|glingareglum, er mikil einföld- Un/ bókin nær yfir flest hugsanleg tilvik sem varast ber á siglingu. Til a& skýra betur hve yfirgripsmikið efni bókarinnar er, skal hér gripið Hiður í bókina á nokkrum stöðum. Dýemi um grein í siglingareglum Stjórnvana skip. 27. regla a. -/Stjórnvana skip, merkir skip sem vegna óvenjulegra aðstæðna verður ekki stjórnað eða snúið eins og krafist er í siglingaregl- unum og getur því ekki vikið fyrir öðru skipi. Stjórnvana skip getur því verið skip á siglingu, sem vegna ein- hverra óhappa eða af öðrum gildum ástæðum getur ekki vikið úr leið fyrir öðrum skipum. Sigl- ingu skipsins og stjórntökum verður að haga á annan veg en gert er að öðru jöfnu og krafist er. Stjórnvana skip geta t.d. verið: 1. Skip, sem hat'a bilaða vél eða stýrisbúnað, eða hafa tapað skrúfu eða stýri og sigla með neyðarstýri. 2. Skip sem dregur akkerið og liggur því ekki kyrrt fyrir legu- færum sínum. 3. Skip, sem liggja til drifs fyrir rekakkeri eða öðru þess háttar. 4. Skip, sem liggur fyrir akkeris- keðjunum einum saman. 5. Seglskip, sem er í byrleysi og kemst ekki leiðar sinnar. 6. Skip, sem situr fast í ís." Þannig er hver einstök grein siglingareglnanna, tekin og skil- greind í bókinni og útskýrð með myndum og dæmum. T.d. fylgja þessarri einu grein úr 27. reglu, fjórar skýringamyndir og er ein þeirra birt hér á blaðsíðunni, mynd 1 sem sýnir dagmerki er skip sem af einhverjum ástæðum eru stjórnvana, eiga að hafa uppi öðrum til aðvörunar. Röng hljóðmerki í þoku Guðjón rekur ýmis óhöpp og skýrir á hvern hátt rekja má þau til rangra stjórntaka, þar sem skip- stjórnarmenn hafa ekki farið að settum reglum. Sem dæmi um það má nefna röng hljóðmerki gefin í siglingu í þoku, afleiðing svo ein- falds atriðis var tugmilljóna tjón í því tilfelli sem hér er vitnað til. Á mynd 2, sem fengin er úr bókinni á síðu 69, sést hvernig röng hljóð- merki leiddu til áreksturs milli skipanna Achille Lauro og Corn- elis B. og Cornelis B. sökk skömmu eftir slysið. Fjöldi slíkra dæma eru tiltekin í bókinni. Aðskildar siglingaleiðir Mjög ítarlegar útskýringar eru gefnar um siglingar á aðskildum siglingaleiðum í 7. kafla bókarinn- ar. Um þann kafla segir Guðjón í formála bókarinnar: „Veigamestu breytingar nýrrar útgáfu er að finna í VII. kafla um túlkun 10. reglu og aðskildar siglingaleiðir. í alþjóðlegu siglingareglunum, sem Mynd 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.