Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 27
8/89
ÆGIR
423
ingaleiðir á mestu skipaumferðar-
svæðum heims. Kortin eru u.þ.b.
30 x 40 cm af stærð.
Að kalla bókina kennslubók í
S|glingareglum, er mikil einföld-
Un/ bókin nær yfir flest hugsanleg
tilvik sem varast ber á siglingu. Til
a& skýra betur hve yfirgripsmikið
efni bókarinnar er, skal hér gripið
Hiður í bókina á nokkrum stöðum.
Dýemi um grein í
siglingareglum
Stjórnvana skip. 27. regla a.
-/Stjórnvana skip, merkir skip
sem vegna óvenjulegra aðstæðna
verður ekki stjórnað eða snúið
eins og krafist er í siglingaregl-
unum og getur því ekki vikið fyrir
öðru skipi.
Stjórnvana skip getur því verið
skip á siglingu, sem vegna ein-
hverra óhappa eða af öðrum
gildum ástæðum getur ekki vikið
úr leið fyrir öðrum skipum. Sigl-
ingu skipsins og stjórntökum
verður að haga á annan veg en
gert er að öðru jöfnu og krafist er.
Stjórnvana skip geta t.d. verið:
1. Skip, sem hat'a bilaða vél eða
stýrisbúnað, eða hafa tapað
skrúfu eða stýri og sigla með
neyðarstýri.
2. Skip sem dregur akkerið og
liggur því ekki kyrrt fyrir legu-
færum sínum.
3. Skip, sem liggja til drifs fyrir
rekakkeri eða öðru þess háttar.
4. Skip, sem liggur fyrir akkeris-
keðjunum einum saman.
5. Seglskip, sem er í byrleysi og
kemst ekki leiðar sinnar.
6. Skip, sem situr fast í ís."
Þannig er hver einstök grein
siglingareglnanna, tekin og skil-
greind í bókinni og útskýrð með
myndum og dæmum. T.d. fylgja
þessarri einu grein úr 27. reglu,
fjórar skýringamyndir og er ein
þeirra birt hér á blaðsíðunni,
mynd 1 sem sýnir dagmerki er
skip sem af einhverjum ástæðum
eru stjórnvana, eiga að hafa uppi
öðrum til aðvörunar.
Röng hljóðmerki í þoku
Guðjón rekur ýmis óhöpp og
skýrir á hvern hátt rekja má þau til
rangra stjórntaka, þar sem skip-
stjórnarmenn hafa ekki farið að
settum reglum. Sem dæmi um það
má nefna röng hljóðmerki gefin í
siglingu í þoku, afleiðing svo ein-
falds atriðis var tugmilljóna tjón í
því tilfelli sem hér er vitnað til. Á
mynd 2, sem fengin er úr bókinni
á síðu 69, sést hvernig röng hljóð-
merki leiddu til áreksturs milli
skipanna Achille Lauro og Corn-
elis B. og Cornelis B. sökk
skömmu eftir slysið. Fjöldi slíkra
dæma eru tiltekin í bókinni.
Aðskildar siglingaleiðir
Mjög ítarlegar útskýringar eru
gefnar um siglingar á aðskildum
siglingaleiðum í 7. kafla bókarinn-
ar. Um þann kafla segir Guðjón í
formála bókarinnar: „Veigamestu
breytingar nýrrar útgáfu er að
finna í VII. kafla um túlkun 10.
reglu og aðskildar siglingaleiðir. í
alþjóðlegu siglingareglunum, sem
Mynd 2.