Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1989, Blaðsíða 8
404 ÆGIR 8/89 Sauðárkróks og Siglufjarðar. Búast má við, ef afli Skagstrendinga vex svipað næsta áratuginn og hann hefur aukist síðasta áratug, að þeir fari að banka á dyr að listanum yfir „10 á toppnum". Svo sem sést af töflu 1, eru ellefu stærstu útgerðabæir lands- ins með rúmlega helming af heild- araflanum. Fyrrnefndir útgerðar- staðir á Reykjanesi auk Sandgerðis eru þar af með fjórðung heildarafl- ans og kemur það væntanlega ekki á óvart. Um langt árabil hefur þungamiðja útgerðar íslendinga verið á suðvesturhorni landsins, ásamt Vestmannaeyjum. Þótt, nokkrar breytingar hafi orðið í tím- ans rás, er vart að vænta byltingar í þeim efnum. Stærstu útgerðar- staðirnar hafa heldur aukið hlut sinn á kostnað minni staða og ólíklegt er að sú þróun stöðvist nema með beinni íhlutun stjórn- valda. LANDSHLUTASKIPTING AFLANS 1983 OG 1988 í töflu 2 er yfirlit yfir landshluta- skiptingu aflans eftir heima- höfnum skipa ásamt hlutdeild landshluta í veiðiflotanum. Hlut- deild landshlutanna í veiði- flotanum er mæld sem prósenta af heildarbrúttólestatölu. Menn ættu að varast að draga of miklar álykt- anir af sambandi hlutfalls af brúttórúmlestum og hlutdeildar í afla. Landshlutar með mikla útgerð loðnuskipa fá þannig ósanngjarnan samanburð þ.e. loðnuskipin eru jafnan mæld með miklu rúmtaki sem miðað við t.a.m. togara gefur ekki rétta mynd af mun á aÆastagetu þess- ara skipategunda. Auk þess sem hlutfall af brúttólestatölu er stöðu- stærð l.desember 1988 og 1 .des- ember 1983, en hlutfall heildarafl- ans miðast við hvar skipin eru skráð þegar aflinn er dregin úr sjó. Landshlutaskipting aflans og samanburður við töflu 1 yfir stærstu útgerðarstaðina sýnir okkur þann mun sem er á Reykja- nesi og Suðurlandi og öðrum landshlutum. Fyrrnefndir lands- hlutar einkennast af fáum, en stórum útgerðarstöðum. í öðrum landshlutum er að jafnaði meiri dreifing afla á smærri staði. Fyrr var rakið hvernig afli á Reykjanesi dreifist að mestu á fjórar hafnir. Hafnleysi á Suðurlandi gerir það að verkum að yfir 90% aflans kemur í hlut Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Suðurland, Reykjanes, Vestur- land og Vestfirðir tapa hlutdeild í heildarafla en Vestfirðir þó sýnu mest. Norðurland og Austfirðir auka hlutdeild að sama skapi og Norðurland-eystra fær bróðurpart- inn af aukningunni. Þar sem gagn- rýni á kvótakerfið kemur að mestu frá Vestfirðingum og Breiðfirðing- um, er fróðlegt að kanna þessa landshluta sérstaklega. Hlutdeild Vestfirðinga í heildarafla hefur minnkað talsvert milli áranna 1983 og 1988 sem stafar mest af auknum afla tegunda utan kvóta- kerfis. Afla Breiðfirðinga geta les- endur fengið með því að draga afla Akraness (í töflu 1) frá afla Vesturlands (í töflu 2). í Ijós kemur að Breiðfirðingar fara með skarðan hlut frá borði. Hlutdeild Vesturlands í heildarafla hefur dregist saman um 0.56% eða sem svarar til rúmlega fjögur þúsund tonna af þorski. Akranes hefur hins- vegar aukið hlut sinn í heildarafla um 0.9% eða sem svarar til tæpra átta þúsund tonna af þorski. Breið- firðingar fá því í sinn hlut tólf þús- und þorskígildistonnum minni afla 1988, en þeir hefðu fengið ef afla- aukning hefði verið jafnmikil þar og annarsstaðar. Um það hvort þetta telst eðlileg þróun eru sjálf- sagt skiptar skoðanir, en nánar verður vikið að þessu síðar í grein- inni. BOTNFISKTEGUNDIR SEM FALLA UNDIR KVÓTAKERFIÐ í töflu 3 er tekin saman heildar- afli botnfisktegunda sem falla undir kvótakerfið 1988. Tegund- irnar eru: þorskur, ýsa, ufsi, kar' og grálúða. Aflinn er reiknaður ti þorskígi Ida samkvæmt sömu reglum og nefndar voru í uppha 1 greinarinnar. Samkvæmt þessum útreikningi samsvarar heildara tegunda sem falla undir kvótaker fyrir botnfisk rúmlega 585 þúsun tonnum af þorski, sem er 66 Þu* und þorskígildistonnum meiri a en leyfður var samkvæmt reg u gerð um stjórn botnfiskveiða n 16, 22. janúar 1988 og 81 ÞusuU þorskígildistonnum meiri bo1 fiskafli en fékkst 1983. Tafla 2 Landshlutaskipting afla eftir heimahöfnum skipa 1983 og 1988. Skipting heildarafla í þorskígildum. Landshluti Þorskígildis- tonn 1988 % af heildarafla % af skipum (BRL) Þorskígildis- tonn 1983 % aí heildarafla % af skipum (BRL) Suðurland 107.317 13.11 13.04 83.809 13.69 12.81 Reykjanes 215.252 26.30 31.49 169.757 27.73 36.97 Vesturland 83.221 10.17 9.43 65.686 10.73 10.03 Vestfirðir 98.072 11.98 9.19 83.657 13.67 8.82 Norðurl.vestra 56.223 6.87 6.59 37.067 6.06 4.57 Norðurl.eystra 146.065 17.84 18.17 91.627 14.97 13.71 Austfirðir 112.399 13.73 12.09 80.506 13.15 13.08 Samtals: 818.549 100.00 100.00 612.109 100.00 100.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.