Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1989, Page 23

Ægir - 01.08.1989, Page 23
8/89 ÆGIR 419 Þó hægt sé að nefna ýmsa ókosti við svona stórfelldar endurbyggingar er einnig hægt að benda á ýmsa kosti. Til dæmis má 8eta þess að breytingar gefa oft meiri sveigjanleika í notkun. Ef bau skilyrði skapast að það verður í einu hagstæðara að veiða í troll heldur en í net eða hærra verð er fyrir fisk geymdan í Þskikörum heldur en í stíum er yfirleitt hagstæðara að breyta núverandi skipum fyrir þessar nýju a&stæður í stað þess að smíða ný. Oft verður fjárhagsleg byrði minni við endurbyggingu en ný- smíði. Við nýsmíði er fjárfest fyrir háar upphæðir á skömmum tíma, en sé eldri skipum breytt er hægt að nota úr þeim það sem gott er og dreifa því sem þarf að breyta eða laga á nokkur ár, eða sameina við- hald og breytingar. Slíkt mætti þá kalla stöðuga endurnýjun. Þegar rætt er um þessi mál verður ekki hjá því komist að nefna áhrif stjórnvalda á þróun þessara mála. Fjármagnsfyrir- greiðsla til nýsmíði hefur verið mjög mismunandi og hefur það haft sín áhrif á þessa þróun. Frá því á árunum 1980-82 hefur verið ráðandi sú kenning að fiskiskipa- floti íslendinga hafi verið of stór. Af þeim sökum hafa stjórnvöld unnið gegn því að byggð væru ný skip og jafnvel bannað það með lögum á tímabili. Þessi andstaða stjórnvalda hefur vafalaust ýtt undir þá þróun sem orðið hefur á endurbyggingu skipa af þessari stærð. Togarar Á árunum 1970—1980 var smíð- aður mikill fjöldi nýrra skuttogara fyrir íslendinga. í dag u.þ.b. 19 árum frá því þessi smíði hófst hefur reynslan kennt okkur að líf- tími skuttogara er mun skemmri en skipa í þeim flokkum sem rætt hefur verið um hér að framan. Eftir 12—14 ára notkun er komin veruleg þörf á lagfæringu á skut, þilfari og ýmsum veiðibúnaði. Þar sem togveiðar krefjast einnig mikillar vélarorku eru breytingar sem leiða til olíusparnaðar æski- legar. Við hjá mínu fyrirtæki höfum verið í aðstöðu til þess að fylgjast mjög náið með breytingum sem hafa verið gerðar á 8 systurskip- um, sem hefur verið breytt á mis- munandi hátt og með mismunandi árangri. Mest hefur breytingin verið á 6 af þessum skipum sem var breytt á síðustu tveimur árum. Áður hafði verið settur skrúfu- hringur á flest þessara skipa sem breytti verulega togkrafti þeirra. Á mynd 2 má sjá hvernig þessi skip líta út fyrir og eftir breytinguna. Helstu breytingarnar eru sem hér segir: Ný aðalvél sett niður, 2400 hö með 15% lægri eðliseyðslu en sú gamla. Nýr skrúfubúnaður með skrúfu- hring, þvermál skrúfu 2900 mm rpm 150.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.