Ægir - 01.02.1992, Side 8
60
ÆGIR
2/92
Vilhjálmur Þorsteinsson
og Guðrún Marteinsdóttir:
Þorskmerkingar við
Norðaustur- og Austurland
vorið 1997
og endurheimtur sama ár
Vorið 1991 voru haínar merk-
ingartilraunir á þorski á ný eftir
margra ára hlé. Tilgangur þeirra
var að fá sem mestar upplýsingar
um atferli þorsks sem hrygnir inn-
fjarðar við Norður- og Austurland,
t.d. hvar sá þorskur heldur sig á
öðrum tímum árs, í hvaða veiðar-
færi hann fæst helst og ekki hvað
síst hvort hann hrygni aftur á sömu
slóðum að ári.
Merkt var á fjórum stöðum við
Austurland: í Berufirði, Stöðvar-
firði, Gunnólfsvík og Borgarfirði
eystri. Aðeins var merktur hrygn-
andi fiskur, sem var að því er
heimamenn töldu á hefðbundnum
hrygingarslóðum, en athuganir
sýndu einnig að allur þorskur á
merkingarstöðum var í hrygning-
arástandi.
Ekki er fullt ár liðið frá merking-
unum og því of snemmt að segja
til um það hvort þorskur sem
merktur var hrygnandi síðastliðið
vor gengur aftur á sömu svæði til
hrygningar að ári. í þessari grein
er litið yfir það sem endurheimtist
1991 og bent á nokkur áhugaverð
atriði í því sambandi.
Berufjörður
Merkingatilraunimar síðastliðið
vor hófust í Berufirði og voru
fyrstu 11 þorskarnir merktir þar
15. apríl. Við ýmsa byrjunar-
örðugleika var að etja og mjög illa
gekk að ná þorski til merkinga á
þessum stað. Af þeim orsökum
varð ekki meira af merkingum þar,
í þetta skipti. Frá þessari merkingu
hafa þó komið 3 endurheimtur og
er staðsetning þeirra sýnd sem
opnir þríhyrningar á mynd 1. Ekki
er hægt að draga neinar ályktanir
af merkingunni í Berufirði vegna
þess hve fáir fiskar voru merktir.
Stöðvarfjörður
Merktir voru 639 þorskar í
Stöðvarfirði, 16. og 17. apríl 1991
og í árslok 1991 höfðu fengist 80
endurheimtur eða um 13%. Af
þessum endurheimtum voru 62
merki, þar sem gefin var upp stað-
setning sem lengd og breidd,
þannig að hægt var að setja þau út
í kort. Á mynd 1 eru staðsetningar
þessara endurheimta sýndar sem
fylltir hringir. Tafla 1 sýnir endur-
heimtur úr þessari merkingu,
miðað við árstíma og veiðarfæri.
Fyrstu dagana eftir merkingu (í
apríl) veiddust allar endurheimtur
í net í Stöðvarfirði, á sama stað og
merkt var. Eftir lok aprílmánaðar
fengust nær öll merki utan Stöðv-
arfjarðar sem sýnir að þorskurinn
hefur yfirgefið merkingarsvæðið
tiltölulega stuttu eftir merkinguna.
Þessi niðurstaða styður þá skoðun
sjómanna á þessum slóðum, að
hver ganga sé tiltölulega skamman
tíma á hrygningarsvæðunum.
Af fjölda endurheimta og stað-
setningu þeirra má sjá að merkti
þorskurinn heldur aðallega til á
grunnmiðunum frá Vattarnesi að
Tafla 1.
Stöðvarfjörður, merking 16/4 og 17/4 1991 Dreifing endurheimta á veiðarfæri og tímabil
Veiðarfæri Maí- Júlí- Sept- Nóv —
apr. júní ágúst okt. des. Alls
Lína 1 3 3 7 9 23
Net 24 4 0 0 0 28
Handfæri 0 16 3 3 0 22
Dragnót 1 1 0 1 0 3
Botnvarpa 0 1 0 1 1 3
Alls 26 25 6 12 10 79
Tafla 2.
Gunnólfsvík (Bakkaflóa), merking 20/4 og 21/4 1991. Dreifing endurheimta á veiðarfæri og tímabil
Veiðarfæri Maí- Júlí- Sept,- Nóv-
apr. júní ágúst okt. des. Alls
Lína 0 1 0 5 8 14
Net 2 2 0 0 0 4
Handfæri 0 3 1 1 0 5
Dragnót 0 0 0 0 1 1
Botnvarpa 0 0 0 3 1 4
Alls 2 6 1 9 10 28