Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 8

Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 8
60 ÆGIR 2/92 Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Marteinsdóttir: Þorskmerkingar við Norðaustur- og Austurland vorið 1997 og endurheimtur sama ár Vorið 1991 voru haínar merk- ingartilraunir á þorski á ný eftir margra ára hlé. Tilgangur þeirra var að fá sem mestar upplýsingar um atferli þorsks sem hrygnir inn- fjarðar við Norður- og Austurland, t.d. hvar sá þorskur heldur sig á öðrum tímum árs, í hvaða veiðar- færi hann fæst helst og ekki hvað síst hvort hann hrygni aftur á sömu slóðum að ári. Merkt var á fjórum stöðum við Austurland: í Berufirði, Stöðvar- firði, Gunnólfsvík og Borgarfirði eystri. Aðeins var merktur hrygn- andi fiskur, sem var að því er heimamenn töldu á hefðbundnum hrygingarslóðum, en athuganir sýndu einnig að allur þorskur á merkingarstöðum var í hrygning- arástandi. Ekki er fullt ár liðið frá merking- unum og því of snemmt að segja til um það hvort þorskur sem merktur var hrygnandi síðastliðið vor gengur aftur á sömu svæði til hrygningar að ári. í þessari grein er litið yfir það sem endurheimtist 1991 og bent á nokkur áhugaverð atriði í því sambandi. Berufjörður Merkingatilraunimar síðastliðið vor hófust í Berufirði og voru fyrstu 11 þorskarnir merktir þar 15. apríl. Við ýmsa byrjunar- örðugleika var að etja og mjög illa gekk að ná þorski til merkinga á þessum stað. Af þeim orsökum varð ekki meira af merkingum þar, í þetta skipti. Frá þessari merkingu hafa þó komið 3 endurheimtur og er staðsetning þeirra sýnd sem opnir þríhyrningar á mynd 1. Ekki er hægt að draga neinar ályktanir af merkingunni í Berufirði vegna þess hve fáir fiskar voru merktir. Stöðvarfjörður Merktir voru 639 þorskar í Stöðvarfirði, 16. og 17. apríl 1991 og í árslok 1991 höfðu fengist 80 endurheimtur eða um 13%. Af þessum endurheimtum voru 62 merki, þar sem gefin var upp stað- setning sem lengd og breidd, þannig að hægt var að setja þau út í kort. Á mynd 1 eru staðsetningar þessara endurheimta sýndar sem fylltir hringir. Tafla 1 sýnir endur- heimtur úr þessari merkingu, miðað við árstíma og veiðarfæri. Fyrstu dagana eftir merkingu (í apríl) veiddust allar endurheimtur í net í Stöðvarfirði, á sama stað og merkt var. Eftir lok aprílmánaðar fengust nær öll merki utan Stöðv- arfjarðar sem sýnir að þorskurinn hefur yfirgefið merkingarsvæðið tiltölulega stuttu eftir merkinguna. Þessi niðurstaða styður þá skoðun sjómanna á þessum slóðum, að hver ganga sé tiltölulega skamman tíma á hrygningarsvæðunum. Af fjölda endurheimta og stað- setningu þeirra má sjá að merkti þorskurinn heldur aðallega til á grunnmiðunum frá Vattarnesi að Tafla 1. Stöðvarfjörður, merking 16/4 og 17/4 1991 Dreifing endurheimta á veiðarfæri og tímabil Veiðarfæri Maí- Júlí- Sept- Nóv — apr. júní ágúst okt. des. Alls Lína 1 3 3 7 9 23 Net 24 4 0 0 0 28 Handfæri 0 16 3 3 0 22 Dragnót 1 1 0 1 0 3 Botnvarpa 0 1 0 1 1 3 Alls 26 25 6 12 10 79 Tafla 2. Gunnólfsvík (Bakkaflóa), merking 20/4 og 21/4 1991. Dreifing endurheimta á veiðarfæri og tímabil Veiðarfæri Maí- Júlí- Sept,- Nóv- apr. júní ágúst okt. des. Alls Lína 0 1 0 5 8 14 Net 2 2 0 0 0 4 Handfæri 0 3 1 1 0 5 Dragnót 0 0 0 0 1 1 Botnvarpa 0 0 0 3 1 4 Alls 2 6 1 9 10 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.