Ægir - 01.02.1992, Page 12
64
ÆGIR
2/92
fiskar til að gefa sem marktækastar
niðurstöður fyrir hvert hrygningar-
svæði.
Þorskanet á þeim svæðum þar
sem merkja átti þorsk vorið 1991
voru í sumum tilfellum mjög til
trafala. Til dæmis náðist ekki ár-
angur í Stöðvarfirði fyrr en trillu-
sjómenn þar höfðu flutt til net sín.
Einnig veiddist töluvert af merkt-
um þorski strax eftir merkinguna í
net á sama svæði.
Æskilegt er því að hafa þann
háttinn á við merkingartilraunir að
merkingarsvæðið sé friðað fyrir
öllum veiðarfærum á meðan að á
merkingu stendur og helst í nokkra
daga á eftir.
Endurheimtur af þessum merk-
ingum hafa skilað sér mjög vel og
áhugi á verkefninu er augljóslega
almennur sem sést á því hve grein-
argóðar upplýsingar fylgja flestum
þeim merkjum sem skilað hefur
verið. Þeir sem sent hafa endur-
heimt fiskmerki eiga því miklar
þakkir skilið, en án þeirra framlags
væri þetta verkefni ekki mögulegt.
Höfundar þakka Gísla Garðars-
syni og Valdísi Árnadóttur á Fylki
NK 102 fyrir að leggja til bát sinn
og aðstoð til þess að þetta verkefni
fengi framgang. Einnig þökkum
við Sigurði Gunnarssyni, Hrefnu
Einarsdóttur og Þórði Viðarssyni á
Hafrannsóknastofnun fyrir gott'
samstarf við þetta verkefni og að
lokum öllum þeim sem aðstoðuðu
okkur á einhvern hátt, t.d. Sjöfn
Aðalsteinsdóttur verkstjóra á
Bakkafirði, Albert Geirssyni á
Stöðvarfirði og sjómönnum á
Stöðvarfirði og Bakkafirði sem
tóku upp eða færðu net sín til þess
að við gætum athafnað okkur við
merkingarnar.
Höfundar eru starfsmenn Hafrann-
sóknastofnunar.
UTGERÐARMENN
VIÐ HÖFUM VÖRUNA
SEM ÞIG VANTAR
GÓÐ VARA Á
GÓÐU VERÐI
Þorskanet
Flotteina
Ðlýteina
Víra — tóg
Línur — færi
Garn o.m.fl.
HRINGIÐ-KOMIÐ
Útvegum flest til togveiða
Allar Hampiðjuvörurnar
Páll Pálsson
S. 689975
Jónas Hallgrímsson
S. 674774
Sími 14934-621140
Austurstræti 6 II hæð
Pósthólf 1731
121 Reykjavík