Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1992, Side 18

Ægir - 01.02.1992, Side 18
70 ÆGIR 2/92 Páll Gíslason: Veiðimöguleikar í lögsögu annarra ríkja Mér hefur verið falið að fjalla um möguleika á veiði í lögsögu annarra ríkja, en eins og gefur að skilja verða þessu máli ekki gerð skil í fáum orðum, til þess eru aðstæður alltof frábrugðnar á þeim svæðum sem ég tel áhuga- verð fyrir Islendinga eða íslensk útgerðarfyrirtæki. Ég mun í erindinu fjalla um hvernig ég tel að við íslendingar ættum að standa að því að velja okkur áherslusvæði, síðan reyna að fjalla um aðstæður, kosti og galla einstakra svæða og að lokum fjalla um hvort og hvernig við getum nýtt okkur reynslu annarra. Reynsla íslendinga af útgerö erlendis Það má segja að reynsla okkar íslendinga af útgerð í lögsögu erlendra ríkja sé að mestu leyti reynsla þeirra manna er hafa unnið um skemmri eða lengri tíma hjá erlendum útgerðarfyrirtækjum eða alþjóðastofnunum. Á þessu eru nokkrar undantekn- ingar sem vert er að minna á, svo sem veiðar fyrir verksmiðjuskipið Nordglobal við Vestur-Afríku fyrir um 15 árum og hugmyndir um út- gerð frystitogarans Andra við strendur Alaska. Einnig má minna á veiðar íslendinga við Grænland og Nýfundnaland á árunum eftir 1950. Að lokum eru hér nefndar veiðar á úthafskarfa og loðnu þegar hún gefst. Það er stundum eins og maður fái þá tilfinningu að með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur, hafi verið byggður nokkurs konar múr og yfir þennan múr hafi útgerðarmenn aðeins komistfljúg- andi, nema í þau fáu skipti sem þeir voru að senda ferskan fisk á markað eða kaupa ný skip frá útlöndum. Jafnframt hafa útgerð- armenn, og sjálfsagt fleiri, litið þannig á að þetta hlyti og ætti að gilda um fiskiskip annarra þjóða. Þegar ég settist niður til að semja þessa ræðu skömmu eftir áramót, voru loðnuveiðar að hefj- ast að nýju. Það var eftirtektarvert að í hverjum fréttatíma Ríkisút- varpsins á eftir öðrum var sagt frá nótaskipum er væru á leið inn í íslensku fiskveiðilögsöguna til að veiða loðnu. Jafnan var tekið fram að þetta væri í samræmi við sam- komulag við Norðmenn og Græn- lendinga. Eins og það þyrfti að skýra það vel fyrir þjóðinni að þrátt fyrir allt kæmust erlendir útgerðarmenn með skip sín yfir múrinn. Reynsla okkar Islendinga af útgerð utan lögsögunnar eða er- lendis er að mínu mati all nokkur og ef til vill næg til að ná góðum árangri. En hingað til höfum við ekki náð árangri. Ástæðuna tel ég fremur vera þá að ekki hefur verið staðið rétt að verki en við höfum verið á blindgötum. Á síðustu misserum hefur það runnið upp fyrir þjóðinni að afköst veiða, og vinnslu reyndar líka, eru mun meiri en við höfum þörf fyrir. En hvernig á að bregðast við þess- ari staðreynd? Eigum við að líta á umframveiðigetu fiskiskipaflotans sem auðlind eða er þetta einungis offjárfesting sem við getum ekki nýtt? Mín skoðun er sú að hér sé um auðlind að ræða, þó því aðeins að við berum gæfu til að standa skynsamlega að því að nýta hana. Hvað varðar möguleika eða tækifæri til að nýta þessa auðlind, má segja að þau séu mörg og mjög víða. Vandræðin eru ef til vill fyrst og fremst að finna hvað hentar okkur og nýta það rétt. Reynsla annarra Á síðastliðnum árum hefég gert mér far um að flylgjast með því hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera og hver sé reynsla þeirra. Norðmenn, Danir og Færeyingar hafa allir reynt fyrir sér á fjar- lægum miðum. Þessar þreifingar hafa verið víða, bæði í nágrannalöndum, svo sem við strendur Kanada og í Bar- entshafi, en einnig í fjarlægum heimshlutum. Þar má nefna eftir- farandi dæmi: í fyrsta lagi veiðar Færeyinga í Namibíu, Senegal og við Nýja- Sjáland. Þær hafa allar gengið misjafnlega. í Namibíu held ég að þeim hafi gengið þokkalega þótt

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.