Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1992, Page 25

Ægir - 01.02.1992, Page 25
2/92 ÆGIR 77 Helgi Kristjánsson: Viðhorf og reynsla togaraútgerða til nýtingar vannýttra stofna Eins og allir eflaust vita, þá hefur fiskveiðikvóti á íslands- miðum stöðugt verið dreginn saman á undanförnum árum. Ekki vil ég meta það hér hvort aHtaf hafa verið valdar bestu eiðirnar. Eitt er þó víst, að þessar skertu aflaheimiIdir hafa raskað Smiðsluáætlunum útgerðarinnar eikilega. Þar hefur varla staðið steinn yfir steini. Dæmi um aflasamdrátt er t.d. a° grálúðuafli hjá einstöku skipi var um 1300 tonn árið 1988. Skip- !. var þá á sóknarmarki. Eftir að P skip fóru á aflamark, þá er vótinn um 250 tonn á dag. Þorsk- afl' hjá sama skipi fór úr 1100 °nnum árið 1989 í innan við 600 onn á þessu kvótaári. Svipað er a segja um ufsann, sem fór úr 00 tonnum í rétt um 300 tonn. n ef lifið er á þjörtu hliðarnar, þá a a þesar aðgerðir orðið til þess a menn hafa nú víkkað sjón- ei darhringinn hvað varðar veið- amig vinnslu á vannýttum tegund- ... Þasr tegundir sem helst er horft til eru: Úthafskarfi (veiðar utan land- nelgi). -■ Gulllax. Langhali. Búrfiskur (var ekki talinn vera ner við land, þar til fyrir stuttu). 5- EJthafsrækja. Úér á eftir mun ég segja frá reynslu okkar af þremur fyrst nefndu tegundunum og viðhorfum til veiða á vannýttum tegundum. Úthafskarfi Fljótlega upp úr 1980 fóru menn að tala um að a11 stór floti erlendra viðiskipa væri að veiðum á Reykjaneshryggnum, skammt undan 200 mílna landhelgi íslands. Vorið 1982, þegar þetta komst í hámæli, þá fóru íslenskir togarar á svæðið ásamt skipi frá Hafró. Ekki reyndist afli þeirra mikill, né fisk- urinn eftirsóknarverður. Menn töldu sig þá hvorki hafa hentuga stærð af skipum né veiðarfæri til að geta náð árangri á við erlendu skipin, sem flest voru frá austan- tjaldsríkjum og 2000 til 4000 tonn að stærð. Því varð ekki um fram- hald að ræða á þessum veiðum að sinni af íslendinga hálfu. Snemma árs 1989 var aftur farið að huga að veiðunum og var það Sjólastöðin í Hafnarfirði sem reið á vaðið. Helstu ástæður voru: 1. Minnkandi kvóti og verkefna- skortur. 2. Tvö ný og afkastamikil skip. 3. Sótt var um styrk hjá sjávarút- vegsráðuneytinu sem styrkti þær í formi grálúðukvóta. Skipin áttu að fá 10 tonn af lúðu fyrir hvern dag sem þau voru umfram 7 daga á úthafs- karfaveiðum, þó aldrei lengur en 14 daga. Þannig gátu þau í mesta lagi fengið allt að 140 tonna grálúðukvóta í styrk. 4. Olíufélagið lagði til olíu á skipin að upphæð 500.000 kr. á hvort skip. Áður en lagt var af stað var leitað eftir upplýsingum um veiðar erlendra skipa á þessum slóðum, en þær reyndust af skornum skammti. Þó var vitað að veið- unum var skipt í 3 tímabil. Þær upplýsingar reyndust mjög gagn- legar við að ákvarða hvaða tíma skyldi velja til veiðanna. Tíma- bilin eru: 1. 12.4—20.5. Tíminn rétt fyrir got og gottíminn. 2. 21.5—20.6. Tímabil sem fiskur er í ætisleit. 3. 20.7-6.8 Ætistímabil. Þegar farið var að hreyfa hug- myndum um þessar veiðar, var strax haft samband við Hampiðj- una, vegna hentugra veiðarfæra. Niðurstaðan varð 1150 metra stór- möskvaflottroll. Helstu mál: Ummál: 1152 metrar. Lóðrétt opnun: 35—42 metrar. Möskvar í vængjum og framparti: 32 metrar. Lóð: 2000 kg á hvorum væng. Grandara lengdir: 225 metrar. Segja má að flest hafi gengið á afturfótunum í byrjun. Þar má helst um kenna vankunnáttu, því flest íslensk skip höfðu aldrei áður notað veiðarfæri í þessum stærð- arflokki. Vírar slitnuðu og trollin rifnuðu og flæktust. Á tímabili leit út fyrir að þetta ætlaði ekki að ganga. En með mikilli vinnu

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.