Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 26
78
ÆGIR
2/92
áhafna skipanna tókst að koma
lagi á hlutina. Einnig komu þar
fleiri við sögu. T.d. tók Landhelg-
isgæslan með sér varastykki í
trollin, þegar hþn fóru í eftirlitsflug
um svæðið.
Eftir fyrsta úthald var árangurinn
lítill, afli og afkoman núll eða
minna. Erfiðlega gekk að selja
afurðirnar, þar sem Japanir höfðu
slæma reynslu af karfanum af
þessu veiðisvæði, sem þeir höfðu
þá keypt af Rússum og fleiri aust-
antjaldsþjóðum. Á endanum var
mest af aflanum unnið fyrir Kóreu.
Fiskurinn er þá frystur með haus,
en ekki hausaður eins og Japanir
kjósa. Eina Ijósið í þessu svart-
nætti var að á tímabili fékkst góður
afli og menn sáu að hægt yrði að
veiða talsvert af úthafskarfa ef
byrjunarerfiðleikar yrðu yfirstign-
ir.
Fullir bjartsýni réðust menn því
í að betrumbæta trollin og undir-
búa sig fyrir seinni veiðiferðina
þetta ár. Þá var Ijóst að ekki fengist
nokkur styrkur til veiðanna,
mörgum þótti nóg um hvað mulið
hafði verið undir okkur fyrr um
vorið. Veiðarnar gengu þokkalega
á seinna tímabilinu og lönduðu
skipin um 200 tonnum af heilfryst-
um karfa úr túrnum. Hluti af þeim
afla var unninn á Japan og afgang-
urinn á Kóreu.
Veiðarnar 1990
Um áramótin 1989/90 var
ákveðið að halda enn af stað á
úthafskarfaveiðar næsta vor, þótt
ekki hafi afraksturinn verið merki-
legur árið á undan, né eftirtekjan
nokkur þegar allt var tínt til. Þó
þótti rétt að gera aðra tilraun því
töluverð reynsla hafi fengist og
sýnt þótti að hugsanlega gæti þetta
gengið ef veiðin myndi glæðast og
verð á afurðunum hækka. Á
þessum tíma var verð á skornum,
heilfrystum karfa heldur á uppleið
í Japan, eins og á flestum öðrum
tegundum á öðrum mörkuðum.
Líkt og árið áður var farið fram á
stuðning frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu í formi grálúðukvóta. LÍÚ tók
að sér að sækja um þessa aðstoð
og var veittur styrkur til allra sem
áhuga höfðu á. Notuð var sama
viðmiðun og árið á undan. Jafn-
framt var sagt að þetta yrði í síð-
asta skipti sem slíkar veiðar yrðu
styrktar, hér eftir yrðu þær að bera
sig sjálfar.
Sett var upp nýtt troll fyrir
sumarið því fyrstu trollin höfðu
orðið fyrir svo miklum áföllum
árið áður að þeim var ekki treyst í
veiðarnar. Þar sem svo langt er á
miðin, leggjum við talsvert upp úr
því að veiðarfærin séu sterk og vel
gerð, svo síður komi til að skipin
þurfi að keyra í land vegna þeirra.
Illmögulegt er að gera við trollin
um borð vegna stærðarinnar.
Úthaldið var svipað og árið á
undan. Gert var ráð fyrir tveimur
veiðiferðum. Þeirri fyrri frá 20.
apríl til u.þ.b. 15. maí. Síðan var
farið á grálúðu út af Víkurál og
aftur á úthafskarfa um 12. júní til
fyrstu viku í júlí.
Segja má að veiðarnar hafi
gengið nokkuð vel þetta ár. Aflinn
var um 800 tonn hjá hverju skipi,
og var hann allur unninn fyrir Jap-
ansmarkað. Vöntun var þá á karfa
í Japan og verð því viðunandi, en
fór hækkandi þegar leið á sumar-
ið. Þegar staðan var metin um
haustið, töldu menn að þetta hefði
staðið undir sér og rétt væri að
stefna á þetta aftur næsta vor, í
apríl 1991. Þá var einnig ákveðið
að reyna að betrumbæta og
stækka trollin og reyna þannig að
ná meiri afköstum.
Hafði Hampiðjan frumkvæðið
að því að fara ásamt skipstjórn-
armönnum og útgerðaraðilum úr
Hafnarfirði, til að skoða líkan af
nokkrum trollgerðum í veiðar-
færatilraunatankinum í Hirtshals í
Danmörku. En þar hafi einnig
verið gerð tilraun með eldri gerðir
þessara trolla.
Trollið reyndist mjög vel og
nýttist vel sú reynsla sem skip-
stjórnarmennirnir höfðu öðlast.
Aflinn jókst verulega og var sam-
tals um 1500 tonn há útgerðinni af
fullunninni vöru fyrir Japansmark-
að, en því miður var talsvert fram-
boð af smákarfa frá Noregi á sama
tíma, svo verð féll töluvert frá
árinu áður, eða sem nam 23%
miðað við gengi japanska yensins.
Meðalverð á fullunninni afurð
1991 var um 92 kr. fob.
Á síðasta ári voru að jafnaði 4 til
6 skip frá íslandi á úthafskarfa-
veiðum. Norðmenn hafa í aukn-
um mæli sótt á þessar slóðir, en
Austur-Evrópuþjóðirnar hafa aftur
á móti minnkað sinn flota við
þessar veiðar. Færeyingar höfðu
reynt sig við þetta áður, en með
litlum árangri. Þá voru þeir með
kolmunnavörpur, sem ekki virðast
henta, þótt opnun í þeim verði að
teljast nokkuð góð.
Ljóst er að úthafskarfaveiðar eru
orðnar að nýrri auðlind í fisk-
veiðum íslendinga. Veiðar sem
við þekktum ekki fyrir aðeins 3
árum, en voru þó stundaðar af
stórum úthafsveiðiflotum í um 10
ár hér rétt við bæjardyrnar hjá
okkur. Þær eru eitt besta dæmið
um hvaða möguleika við höfum til
að auka afla okkar á sama tíma og
veiðar á hefðbundnum tegundum
dragast saman. Á síðasta ári var
andvirði afla einstakra skipa sem
voru á úthafskarfa allt að 65 millj-
ónir fob.
Það er mitt mat að úthafskarfa-
veiðar í framtíðinni verði aðallega
stundaðar af skipum sem vinna
afla sinn um borð. Helsta ástæðan
er sú að langt er á miðin, skip hafa
verið á veiðum allt að 480 sjó-
mílur frá Reykjanesi, þó mest hafi
verið veitt frá 200 sjómílna land-
helgi íslands og út í 300 sjómílur.
Önnur ástæða er sú að úthafskarf-
inn er verðlítill vegna þess hve
smár hann er.
Hann er jafnan smærri en sá