Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1992, Side 32

Ægir - 01.02.1992, Side 32
84 ÆGIR 2/92 fiski í fyrra, sem er um 3% magn- aukning milli ára. Verðmætaaukn- ingin varð mun meiri eða 12%, en salan nam alls 3,7 milljörðum króna. Samdráttur varð aftur á móti bæði í magni og söluverð- mætum hjá VÍK, dótturfyrirtæki SH í Hamborg. VÍK seldi 14 þús- und tonn á sl. ári fyrir tæpa 3 milljarða króna, sem er 4% verð- mætaminnkun, en samdráttur í tonnum reyndist 15% milli ára. Sama magnhlutfall til Bandaríkjanna Bandaríski markaðurinn hélt sama magnhlutfalli eða 22% miðað við heildarútflutning SH milli áranna 1990 og 1991. í fyrra voru flutt út rúmlega 18 þúsund tonn af frystum fiskafurðum til Coldwater Seafood Corp. í Banda- ríkjunum, en 21 þúsund tonn árið áður. Munurinn í magni liggur f samdrætti á þorskafurðum, en segja má að samdrátturinn hafi orðið mjög svipaður í sölu á þorski til Evrópulanda og Bandaríkjanna 1991. Verðmæti útflutningsins á bandarískan markað á sl. ári nam tæplega 5,5 milljörðum króna, sem er 8% aukning miðað við 1990. Verömætaaukning í Asíu Mesta verðmætaaukningin varð í sölu á sjávarafurðum til Asíu- landa en Sölumiðstöðin rekur sölufyrirtækið IFPC í Tókíó sem sinnir sölumálum í Asíu. Japan er mikilvægasti markaðurinn í Austur- löndum. I fyrra seldust um 20 þús- und tonn í Asíu fyrir tæplega 2,8 milljarða króna, sem er 30% verð- mætaaukning frá 1990. Hér munar mestu um breytingu á sam- setningu fisktegunda. í fyrra jókst karfa- og grálúðusala til Asíu en samdráttur varð í sölu á síld og loðnu, sem eru verðminni afurðir en þær fyrrgreindu. Lax og hrossakjöt Á sl. ári voru flutt út á vegum SH um 900 tonn af ferskum laxi en árið áður nam þessi útflutningur um 1.200 tonnum. Á nýliðnu ári hóf Sölumiðstöðin útflutning á hrossakjöti til Japans. Um er að ræða „fitusprengt" kjöt, sem er að mestu úrbeinað fyrir flutning m.a. til að draga úr flutn- ingskostnaði. Alls voru flutt út 55 tonn að andvirði 30 milljónir króna og hefur kaupendum líkað kjötið vel. Árlegur verkstjórafundur SH Um 130 manns sátu árlegan verkstjórafund Sölumiðstöðvar- innará Hótel Loftleiðum 9. og 10. janúar s.l. Þar stýrðu m.a. fulltrúar SH og starfsmenn dótturfyrirtækja og söluskrifstofa SH á fimm mark- aðssvæðum í þremur heimsálfum frá framleiðslu-, sölu- og markaðs- málum aðildarhúsa Sölumiðstöðv- arinnar. Ennfremur var fjallað um framtíð sjávarútvegs og fiskvinnslu á íslandi. Vestur-þýsku björgunar- bátarnir eru í samræmi viö ströngustu kröfur íslendinga ». L I nmi y Hverfisgötu 6, Reykjavík iKjjan u. biAloAan F sími: 20000

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.