Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Síða 35

Ægir - 01.02.1992, Síða 35
2/92 ÆGIR 87 sem ekki er talið eins afkastamikið eyðingu ósons og ekki eins °Aug gróðurhúsalofttegund og önnur CFC efni. Heildarinnflutn- 'ngur á CFC efnum árið 1990 var ^54 tonn og er það rúmlega 60% af innfluttu CFC efnum (1). Al- gengasti kæliefni í fiskiiðnaði er ammoníak, sem ekki er talið hafa áhrif á veðurfarsbreytingar. Alvarlegsta staðbunda meng- unin frá fiskvinnslu er án efa lykt- armengun og þá einkum lykt frá fiskimjöls- og lýsisverksmiðjum, peningalyktin sem allir íslendingar þekkja. Vatnsmengun Mikil vatnsnokun er við alla iskvinnslu og að jafnaði er megin- h|uti frárennslis leiddur beint út í SJ° án nokkurrar hreinsunar. atnsnotkun og magn uppleystra etna ífrárennslinu er þó mjög mis- munandi eftir vinnsluaðferðum, arstíma og fiskitegundum. Jafn- ramt getur verið verulegur munur miili fiskvinnsluhúsa þótt um sams °nar vinnslu sé að ræða. Apalmengunin frá "skvinnslunni Að sjálfsögðu er það mes r$nn úrgangur sem kemurfrá ^'nnslunni þ.e. fiskitægjur og i eyst fiskhold. En auk lífræn; gangs sem veröur aðaijp skyrslunnar er um að ræða ý 0nnur efni er valda mengun sem áðurnefnd freon sambönd, lútur og sápuefni sem notuð eru við hreinsun svo og klór (14) en allt vatn sem notað er í fiskvinnslu er blandað klór samkvæmt reglu- gerð, 5-10 ppm. (ppm = mg/ kg ~ mg/l) Að auki eru öll vinnsluhús þrifin á kvöldin og sótt- hreinsuð með allsterkri klór- blöndu, allt að 50 ppm (17). Klór er í eðli sínu hættulegt efni. Klór brotnar niður þegar hann kemst í snertingu við hvarfgjörn lífræn efni og gerir þau skaðlaus. Þessi eiginleiki er einn af þeim þáttum, sem veldur því að klór er sótt- hreinsandi. Þar sem klór er mjög virkt efni getur það hvarfast við mörg lífræn efni. Sum efnasam- bönd, sem þannig myndast eru grunaðir krabbameinsvaldar (2). Lífræn mengun. Lífrænt efni Það sem í daglegu tali er nefnt lífrænt efni eru hin fjölbreyttustu kolefnissambönd sem má þó í aðalatriðum skipta niður í þrjár tegundir: kolvetni, prótein og fitu Efnasamsetning algengustu fiska er (20): Vatn 65-80% Fita 1 -30% Prótein 12-18% Aska, aöallega kalk í beinum, ölt 1 -5% Efnasamsetning algengra fiskiafurða Vatn (%) Prótein (%) Fita (%) Magur fiskur þorskur 79-82 15-19 O 1 O lo M'Hifeitur fiskur Steinbítur, koli 77-81 14-18 0,5-4 Karfi, lúða 74-78 15-18 6-8 Fe'tur fiskur S'ld, loðna 60-75 14-20 5-35 Heímild Sigurjón Arason, Rf. en þetta eru þau efni auk vatns, kalks og salta sem plöntur og dýr eru gerð úr. Fiskum er síðan að jafnaði skipt upp í flokka eftir fituinnihaldi í magra fiska , millifeita fiska og feita fiska. Fituforði magurra fiska er geymdur í lifrinni en fituforði millifeitra og feitra fiska er líka í fiskholdinu, svokölluð búkfita. Fitumengun í frárennsli við vinnslu feitra fiska getur verið veruleg. Langstærsti hluti þess efnis sem fer út með frárennslisvatni frá fisk- vinnslustöðvum eru fiskholds- tægjur og uppleyst fiskhold, m.ö.o. prótein og fita. En eðlilega er hlutfallið þarna á milli mjög mismunandi eftir því hvað fisk er verið að vinna hverju sinni. Mælikvarðar á magn lífrænna efna í vatnslausn Allmargir mælikvarðar eru not- aðir til að meta styrk lífræns efnis í vatnsblöndu. Þeir helstu eru: BOD „biochemical oxygen de- mand": BOD er það magn súrefnis sem rotgerlar þurfa til að brjóta niður lífræna efnið sem í frárennsl- inu, en þannig mun úrgangurinn einmitt brotna niður þegar hann kemur út í náttúruna. BOD er því mælikvarði á hversu auðniður- brjótanlegt lífræna efnið er. Þetta er einn algengasti mælikvarðinn á lífræna mengun. Þessi mælieining er auðvitað mjög háð því við hvaða hitastig niðurbrotið á sér stað og auk þess tekur niðurbrotið þó nokkurn tíma. Til að gera þessa mælieiningu staðlaða hefur verið skilgreint viðmiðunarhitastig og viðmiðunartími. Miðað er við að mæla við 20°C eftir ýmist 5 eða 7 daga (algengast að miða við 5 daga í bandarískum bókum en 7 daga í skandinavískum). Niður- brotið á sér stað samkvæmt eftir- farandi jöfnu (2).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.