Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 36
88
ÆGIR
2/92
L(t) = LolO-kt: L = Magn lífræns
efnis við tímann t, bein tengsl eru
milli súrefnisnotkunar og lífræns
efnis.
Lo = Upphaflegt magn lífræns
efnis.
T = Hitastig.
k = Fasti sem er breytilegur eftir
því um hvers konar lífræna
mengun er að ræða, hann er
einnig háður hitastigi. Fyrir bæjar-
skólp við T = 20°C er k = 0,17.
En fyrir önnur hitastig má nota
eftirfarandi formúlu til að um-
reikna k fastann, kT/k20 = 1,047(T'
20)
COD „chemical oxygen demand":
COD er mælikvarði á heildar-
magn súrefnis sem þarf til að oxa
lífræna efnið, þ.e. ekki með líf-
verum eins og BOD mælikvarðinn
mælir. Samanburður á COD og
BOD tölum fyrir lífrænan úrgang
getur því gefið hugmynd um
hvernig niðurbrot muni ganga í
náttúrunni. Mælieining er að jafn-
aði mg/lítri.
TOC „total organic carbon":
TOC er mælikvarði á heildarmagn
lífræns efnis gefið upp í mg/lítra.
Þetta er mælt með því að brenna
úrgangnum og mæla myndun
C02. Mælieining er að jafnaði
mg/lítri.
TT „Total torrstoff": Ein aðferðin
við að ákvarða heildarmagn þurr-
efnis ,TT, er skilgreind sem það
efni sem verður eftir þegar vatnið í
frárennslissýninu er soðið frá og
efnið sem eftir verður þurrkað við
103-105°C f 15 mínútur. Þurr-
efnið inniheldur því bæði lífræn
efni (fita, prótein, kolvetni) ogólíf-
rænt sölt. Mælieining er að jafnaði
mg/lítri eða g/lítri.
Aska
Askan er mælikvarði á magn
ólífræns úrgangs og kemur nafnið
af því að þetta er það sem eftir
verður þegar þurrefnið er brennt
við 550-600°C. Þá brenna öll líf-
rænu efnin og eftir verða þau ólíf-
rænu þ.e. aska. Mismunur á
heildarmagni þurrefnis og ösku er
því magn lífrænna efna. Mæliein-
ing er að jafnaði mg/lítri.
Svifefni „Suspended solids"
Svifefni eru eins konar mæli-
kvarði á grugg og tægjur í frá-
rennsli og er skilgreint sem það
magn þurrefnis sem síast í burtu
þegar frárennsli er síðað í gegnum
fínan glertrefjafiIter. Þau efni sem
ekki síast í burtu eru þá talin vera
uppleyst í vatninu .
Fita/olíur/lýsi
Fiskar eru að meginuppistöðu
prótein, fita og vatn. Fituinnihald
fiska er mjög mismunandi en fita
sem fer út með frárennsfi frá fisk-
vinnsluhúsum er ein versta meng-
unin sem við er að glíma í frá-
rennsli frá fiskiðnaði. Fitumengun
sem þessi er oft nefnd í daglegu
tali grútur.
Heildar köfnunarefni
Miðað er við að fiskprótein inni-
haldi u.þ.b. 16% af köfnunarefni.
Nota má þetta sem mælikvarða á
heildarmagn próteins í frárennsli
frá fiskvinnslu. þ.e. magn próteins
er magn N/0,16. Mælieining er að
jafnaði mg/lítri.
Lífræn mengun í skólpi
Algengt er að umreikna lífræna
mengun frá framleiðsluferlum yfir
í skólpmengun út frá ákveðnum
fólksfjölda. Sem dæmi þá er
kannski reiknað út að frárennsli
matvælaverksmiðju samsvari
skólpmengun frá 1000 manna
þorpi. Til að gera skólptölur sam-
bærilegar við lífræna mengun frá
framleiðslufyrirtæki þá virðist
venjulega vera miðað við BOD
styrk mengunarinnar. í Ijósi þessa
er mikilvægt að vita hver samsetn-
ingin er að jafnaði á skólpi.
Eftirfarandi tölur eru banda-
rískar og er notast við tölur fyrir
„small residential community"(2):
Efnasamsetning frárennslis
frá íbúðarbyggð
Magn 400 lítri/dag
BOD, 190 mg/lítri
COD 320 mg/lítri
TOC 135 mg/lítri
ss 225 mg/líteri
Uppleyst fast efni 450 mg/lítri
Heildar köfnunarefni 40 mg/lítri
Heildar fosfór ... .... 10 mg/lítri
pH 7 mg/lítri
Kopar 0,140 mg/lítri
Kadmíum 0,003 mg/lítri
Króm 0,040 mg/lítri
Nikkel 0,010 mg/lítri
Blý 0,050 mg/lítri
Sink 0,190 mg/lítri
Hér á landi er unnið að sam-
setningu frárennslis frá íbúðar-
byggð. Niðurstöður liggja ekki
fyrir og því er þessi tafla gefin upp
sem dæmi um samsetningu slíks
frárennslis.
Lífrænt niðurbrot
Þegar lífrænt efni brotnar niður
er í grundvallaratriðum um tvo
möguleika að ræða. Loftháð
niðurbrot (súrefni notað) og loft-
firrt niðurbrot (án súrefnis). í
báðum tilfellum eru það þó
örveirur sem sjá um niður-
brotið. Sem þumalputtareglu má
miðað við að loftháð niðurbrot
gangi mun hraðar fyrir sig og nán-
ast engin lykt myndist við niður-
brotið en loftfirrt niðurbrot gerist
hægar og talsverður óþefur mynd-
ist. Á móti kemur, að þar sem loft-
háð niðurbrot þarfnast súrefnis þá
vill súrefnið í vatninu þar sem
niðurbrotið á sér stað klárast, eða
a.m.k. minnka það mikið að lífið
fyrir aðrar sjávarlífverur verður
óbærilegt. Þetta á auðvitað aðal-
lega við um næsta nágrenni frá-
rennslisstúta.
Ástæðan fyrir þessum lyktar-
mun er fólgin í því að um mismun-
andi myndefni er að ræða annars
vegar lyktarlaus myndefni og hins