Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1992, Side 10

Ægir - 01.04.1992, Side 10
170 ÆGIR 4/92 Garðar Sverrisson: Sölusamtök lagmetis Útflutningur og starfsemi ársins 1991 Útflutningur ársins Heildarútflutningur landsmanna á lagmeti nam á árinu um 1340 miljónum króna og hafði þá dreg- ist saman um 374 miljónir króna á milli ára. Hlutur Sölusamtaka lagmetis var um 800 miljónir á árinu en var um 1.300 miljónir árið á undan. Ástæður samdrátt- arins má að hluta til rekja til þess að þetta er. fyrsta heila árið sem enginn útflutningur er til Sovét- ríkjanna sálugu. Þá varð aflabrest- ur í grásleppuhrognaveiði til þess að hráefnisskortur í kavíaríram- leiðslu leiddi til verulegs sam- dráttar í þeim útflutningi. Mestur hluti þeirra grásleppuhrogna sem veiddist hér við land, var fluttur út óunnin til samkeppnisaðila ís- lendinga í þessari framleiðslu. Alls fluttu Sölusamtök lagmetis út framleiðslu 7 aðildarverk- smiðja, en þær eru Niðursuðu- verksmiðjan hf. á ísafirði, Ora hf. í Kópavogi, Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði, Húsvísk Matvæli hf., Pólstjarnan hf. á Dalvík, Lifrar- samlag Vestmannaeyja ht'. og Por- móður Rammi hf. (Egilssíld) á Siglufirði. Að auki var flutt út nokkurt magn, framleitt af aðilum utan Sölusamtaka lagmetis, en þeir voru Is-Arctic hf. á Akranesi, Nóra hf. í Stykkishólmi og K. Jónsson og Co. hf. á Akureyri. Stærsti hluti útflutnings sölusam- takanna var framleiddur hjá Nið- ursuðuverksmiðjunni ht'. á ísa- firði, eða um 52%. Fjöldi vöruflokka var 15 og eru rækja, grásleppukvíar og léttreykt síldarflök (kipper snacks) þeirra stærstir. Helstu markaðir Sölusamtökin fluttu út til 16 landa á árinu. Skipting á einstök markaðssvæði sést í meðfylgjandi töflu (tölur í svigum eru frá 1990): Vestur-Evrópa 85.0% (70%) Austur-Evrópa 0.5% (15%) Ameríka 13.5% (14%) Annað 1.0% (1%) 100% (100%) Eins og sjá má hefur sala til A- Evrópu að heita lagst af. Nokkuð er þó selt út at’ lager fyrirtækisins í Hamborg til landa í A-Evrópu. Þess ber þó að geta að í þessari talningu telst sameinað Þýskaland til V-Evrópu, en sala til A-Þýska- lands het'ur ávallt verið nokkur og er svo enn. Markaðsstarf Á árinu tóku Sölusamtök lag- metis þátt í ANUGA sýningunni í Köln í Þýskalandi og einnig sýndi King Oscar Inc., umboðsaðili okkar í Bandaríkjunum, undir okkar vörumerkjum á Fancy Food Show í Bandaríkjunum. Sölusamtökin reka söluskrit’- stofu í Kiel í Þýskalandi. í tengsl- um við þá skrifstofu er haldinn lager í Hamborg. Á árinu var gerður samstarfS' samningur við dótturfyrirtæki SlF 1 Frakklandi, Nord-Morue. FeHr hann m.a. í sér að sölustjóri S verður staðsettur hjá franska fyrjrj tækinu og starfar sem sölustjoj1 beggja fyrirtækjanna. Nom' Morue gerist jafnframt söluaði1 SL á mörkuðum í S-Evrópu. Afkoma ársins Árið 1991 var iðnaðinum mjö8 ert’itt, eins og fram kemur í rVrr nefndum útflutningstölum. M®rF aðildarfyrirtækin höt’ðu byg? framleiðslu sína á viðskiptunuH við Sovétríkin. Hlutur þessara vi skipta í veltu þeirra vegna lagmet is var allt frá 20% upp í 100-'A Ljóst er að þegar svo stór bit> frá þeim tekinn verða mik rekstrarerfiðleikar. Eitt aðildarfyrirtæki Sölusam taka lagmetis, Húsvísk matv^ hf., varð gjaldþrota á árinu- ”FV fyrirtæki voru í greiðslustöðvu' um áramót. Hinn mikli samdráttur í útflut'1^ ingi hefur verið sölusamtökunu^ ert’iður. Hefur verió brugöist v honum með fækkun starfstó ^ og öðrum sparnaði í rekstri- U - er að afkoma Sölusamtaka a<- metis er neikvæð á árinu 1991 • Útlit og horfur k. Á árinu undirritaði íslenska ið viðskiptasamning vió Lýðve ið Rússland sem byggist á J keypisgrundvelli. Sölusamtök 3

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.