Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1992, Page 16

Ægir - 01.04.1992, Page 16
176 ÆGIR 4/92 Ólafur S. Ástþórsson og Þorsteinn Sigurðsson: Um fæðu loðnu Inngangur Loðnustofninn er einn mikil- vægasti nytjastofn íslendinga. Loðnan er einnig ein helsta fæða þorsksins á íslandsmiðum sem aftur er okkar mikilvægasti botn- fiskastofn (Kjartan Magnússon, Ólafur K. Pálsson 1989). Nær ekkert er vitað um sveiflur í stærð loðnustofnsins áður en veiðar úr honum hófust seint á sjötta ára- tugnum en frá þeirn tíma höfum við hinsvegar orðið vitni að mikl- um og stundum skyndilegum breytingum á stofnstærðinni (Hjálmar Vilhjámsson og Páll Reynisson 1991). Þessar stofn- stærðarsveiflur eru án efa að ein- hverju leyti tengdar veióunum en umhverfis- og átuskilyrði í sjónum eiga líklega rnestan þátt í breyti- legri nýliðun loðnunnar frá ári til árs. Stofnstærðarbreytingar loðn- unnar hafa m.a. endurspeglast í vexti þorskstofnsins (Kjartan Magnússon og Ólafur K. Pálsson 1989) og þannig gefið til kynna það mikilvæga hlutverk sem loðnan gegnir í fæðutengslum 1 hafinu við Island. Fæða loðnulirfa (Erlendur Jóns- son og Eyjólfur Friðgeirsson 1986) og loðnuseiða (t.d. Ólafur K. Páls* son 1974) hefur lítillega verið könnuð en að öðru leyti hefur ekki verið hugað að fæðu loðn- unnar hér við land. Ýtarlegar upp' lýsingar um átuskilyrðin í sjónum svo og fæðu loónunnar eru hms vegar mikilvæg forsenda þess að okkur takist að skilja þær niiklu breytingar sem hafa átt sér stað og geta áfram orðið á stofnstærð. vexti og kynþroska hennar frá an til árs. Sú grein sem hér birtist er útdráttur ritgerðar sem kynnt var a fundi Alþjóðahafrannsóknaráós- ins sfðastliðið haust (Þorsteinn Sigurðsson og Ólat’ur S. Ástþórs- son 1991). Líta ber á þessar ranP' sóknir sem fyrsta skrefið í átt 11 aukinna rannsókna á fæðuvist- fræði loðnunnar, en í svokölluó' um fjölstofnarannsóknum Hat' rannsóknastofnunarinnar er m-a- stefnt að mun ýtarlegri rannsókn- um á fæðu loðnu og því hvernig hún er háð framboði dýrasvifs og umhvefisskilyrðum í tíma rúmi. Aðferðir í ágúst, nóvember og desember 1989 var loðan til fæðurannsókna veidd í flotvörpu á 17 stöðvum fyrir norðan íslands (67-68° (1. mynd). Á hverri stöð var reynt að safna um 50 fiskum úr hverj um hinna þriggja árganga sem eru meginuppistaða loðnustotnS' Loðnan var varðveitt í 5/0 ins. formalíni þangað til mæling

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.