Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1993, Side 4

Ægir - 01.05.1993, Side 4
Laugardaginn 8. maí sl. var haldinn fundur á vegum Fiskifélags Islands um áhrif veiðarfæra á umhverfið. Fund- urinn var fjölsóttur og sýndi ljóslega áhuga manna á þessu málefni. Frummælendur voru Einar Hreinsson sjávar- útvegsfræðingur og Sveinbjörn Jónsson sjómaður og trillu- útgerðarmaður. Þeir hafa mikla reynslu í sjávarútvegi, hvor á sínu sviði, og má nefna að Einar er einn af frum- kvöðlum í myndatökum af veiðarfærum í sjó hér við land. I máli Einars kom fram að deilur um veiðarfæri væru ekki nýjar af nálinni og rakti hann deilur um handlóð og línu í annálum, en þessi veiðarfæri voru talin eyða allri fiskislóð og voru í reynd bönnuð í framhaldi af þeim deil- um. Sagði hann ljóst að’hagsmunir einstaklinga hverju sinni ráði mestu um viðhorf þeirra til hvers veiðarfæris á hverjum tíma. Einar sýndi neðansjávarmyndir af tog- veiðarfærum. A þeim kom fram hvernig veiðarfærin liggja við botninn og hvaða áhrif þau hafa á botninn sjálfan og sjóinn umhverfis. Var þetta sýnt við margvíslegar aðstæð- ur, þ.e. harðan botn, mjúkan botn, á grunnu vatni og dýpra. Niðurstaða Einars var sú að togveiðarfæri, þ.e. botnvarpa og dragnót, væru ekki eins skaðvænleg og ntenn vilja vera láta. Á hinn bóginn væri kjörhæfni þeirra til að fiska eingöngu þann fisk sem eftir væri leitað ekki eins mikil og annarra veiðarfæra, en þó væru menn búnir að þróa þessi veiðarfæri þannig að stórkostlegur munur væri á frá því íyrir áratug og enn væri verið að bæta þau. Einar benti á að á grunnslóð væri svo mikið rask af völd- um sjávar, þ.e. öldugangi, straumföllum o.þ.h., að áhrif togveiðarfæris á botninn og lífið á honum væru hverfandi. Áhrif þessara veiðarfæra á botninn á djúpslóð, þar sem nteiri kyrrð og friður ríkti, væri hins vegar umhugsunar' efni en sá þáttur væri mjög Iítið rannsakaður. I máli Sveinbjörns kom fram að menn væru sma'11 saman að vakna til skilnings á því að lifa í sátt við náttur- una. í því sambandi nefndi hann Bruntland-skýrsluna unl sjálfbæra þróun og samþykktir umhverfisráðstefnunnar > Ríó. Þar er talað um rétt heimamanna og að taka verði til' lit til séraðstæðna í hverju tilviki, þ.m.t. að smábátar þur1 bæði rétt til veiða og möguleika á að framfleyta þeim sen1 gera hann út. Að öðru leyti taldi Sveinbjörn að króka' veiðar væru vistvæn veiðiaðferð og þær myndir sem sýnd‘ir voru hefðu eingöngu staðfest þá skoðun hans að botn varpa og dragnót væru stórhættuleg veiðarfæri fyrir un1 hverfi það sem þeim væri beitt í. í máli þessara tveggja manna speglast viðhorf almen11 ings til fiskveiða við Iandið. Annar talar af tilfinningah>ra um rnálið og færir fram rök sem vissulega eru góðra gja^ verð. Hinn færir frarn rök á vísindalegan hátt og reynita beina umræðunni á brautir fagmannlegrar rökhyggjm erl mætir þar tilfinningum sem eru blandnar beinum fjar hagslegunt hagsmunum margra smárra aðila sem óttast um lífsviðurværi sitt og lífsafkomu. Ljóst er að báðir ha • veigamikil rök frarn að færa og á þá verður að hlusta. Ve|ta verður þessum smáu aðilum rými og það verður að veraa þann hátt að þeir geti haft af því sitt lífsviðurværi. Á hmn bóginn er það ljóst í mínum huga eftir þennan fund a togveiðarfæri eins og botnvarpa og dragnót eru eng>n skaðræðisverkfæri, heldur veiðarfæri sem eiga fullan rett • sér. Bjarni Kr. Grímsson. 218 ÆGIR 5. TBL. 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.