Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 6
126
Timarit lögfrœSinga
ekki tekur ofan, er hann kemur í dómsal, er dómþing er
háð, móðgar þar með dómara og aðra þar stadda. Sams-
konar má segja um ýmiskonar venjubundnar kurteisis-
athafnir. Það er t. d. sjálfsagt ekki talin móðgun, þó að
stúdentar við háskólann þúi hver annan, en það mundi
vera móðgun við kennara, ef stúdent þúaði hann leyfis-
laust. Það er vitanlega einatt álitamál, hvort orð eða at-
hafnir eða athafnaleysi fela í sér móðgun eða ekki. Ljós-
myndari var t. d. kallaður í blaðagrein „fótografstötrið".
Orðið var ómerkt, en ekki dæmd refsing fyrir það.1) Má
víst deila um það, hvort ekki hafi falizt refsiverð móðgun
í orði þessu, eins og á stóð. Táknrænar athafnir, svo sem
uppdrættir og myndir ýmiskonar, þar á meðal skopmyndir,
geta auðvitað falið í sér móðganir, en sjaldan mun til
málaferla koma þess vegna, og miklu sjaldnar en efni
standa til.
Milli móðgunar og frelsisskerðingar (áður 212. gr. hegnl.
1869, nú 225. gr. hegnl. 1940) eru mörkin stundum óglögg.
Dæmi þessa eru í máli einu, er þannig var háttað: Leigu-
sali og leigutaki (kona) deildu um notkun þvottakjallara.
Leiddi deilan til þess, að leigusali negldi aftur hurð þvotta-
kjallarans, er leigutaki var þar inni. En með því að leigu-
taki hefði allt að einu getað hrundið upp hurðinni eða
komizt út um glugga, þá var refsing fyrir frelsisskerðingu
ekki talin koma til greina, en leigusali var talinn hafa með
atferli sínu móðgað leigutaka og sýnt honum megna óvirð-
ingu, og hlaut leigusali 150 króna sekt, sem var töluverð
fjárhæð í þá daga.2)
Ef móðgun er í frammi höfð opinberlega, t. d. í blaði
eða á fundi, þá er það refsiþyngingarástæða, sbr. 2. máls-
gr. 236. gr. hegnl.
Ef móðgun felur í sér aMróttun, þá má ætla, að 235. gr.
ein eigi við, því að hún mun taka að öllu yfir brot það, með
hvaða hætti sem það er framið, nema ærumeiðingin sé
1) Dómas. II. 447.
2) Hrd. I. 393.