Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 15
Metöyröi og meiöyröamál.
135
ára fangelsi eftir 236. gr.). Þegar litið er til refsihæðar
þeirrar, sem dómstólar eru vanir að ákveða fyrir ærumeið-
ingar, þá eru ekki miklar líkur til þess, að þeir muni nokkru
sinni ákveða hámarksrefsingu eftir 236. gr. hegnl.
3. Vtbreiðsla ærumeioinga. Með þessu er við það átt, að
annar en sá, sem brotið fremur upphaflega, komi því með
óréttmætum hætti til vitundar annarra manna. Þetta getur
orðið bæði um móðganir og aðdróttanir. A hefur haft
skammaryrði um B í áheyrn C, sem svo hefur skamm-
aryrðin upp fyrir D eða fleiri mönnum. A hefur sýnt B
óvirðingu eða smán í orði eða athöfn, t. d. smánað hann
með uppdrætti, C slcýrir öðrum mönnum frá þessu. A hefur
dróttað skemmilegu verki að B. C þekkir aðdróttun og
kynnir ha.na einum eða fleiri mönnum. Ef meingerðar-
maður sjálfur breiðir meingerðina út, t. d. segir öðrum
manni frá því, að hann hafi móðgað A eða dróttað ein-
hverju skemmilegu að honum, þá má að vísu segja, að hann
hafi breitt meingerð sína út, en það sýnist ekki verða metið
sérstakt brot, því að meingerð hans er oft upphaflega
fólgin 1 móogun eða aðdróttun, sem borin er upp fyrir
þriðja manni* en kemst síðan til vitundar þeim, sem mein-
gerðinni er beint að. Það er sem sé ekki metin útbreiðsla
þessara meingerða, þó að meingerðamaður hafi frammi
móðgun í ásýn eða áheyrn fjölda manna, beri upp aðdrótt-
un opinberlega, og verður meingerðamaður þá ekki fremur
dæmdur sérstaklega fyrir útbreiðslu framinna slíkra mein-
gerða, þótt hann komi þeim síðan til vitundar annarra
manna. Það verður í þessu sambandi að meta það sem
hverja aðra aðdróttun, þó að A segi B, að hann (A) hafi
kallað C fant eða dróttað að honum þjófnaði. Þó að A
endurtaki illmæli sín við eða um B í votta áheyrn, þá verð-
ur A ekki sérstaklega dæmdur fyrir útbreiðslu illmælanna.
Tjtbreiðsla þeirra af hans hálfu skiptir ef til vill máli, er
ákveða skal refsihæð fyrir meingerðina.
lítbreiðslan verður eflaust að fullnægja nokkrum skil-
yrðum til þess, að hún geti orðið refsiverð. Frásögn um
meingerð þarf að vera svo glögg, að sá, sem hana heyrir,