Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 11
MeiöyrOi og meiöyröamal. 131 aður, þó að hann hefði fullyrt, að amtmaður hefði alveg að óþörfu skipað opinbera rannsókn máls og fengið fyrir það ofanígjöf hjá yfirmanni sínum, sem þó reyndist ekki rétt.i) Þó að amtmanni sé ekki borin á brýn viljandi ávirð- ing, þá verður því naumast neitað, að frásögnin, einkum um ofanígjöfina, og allur blær frásagnarinnar, var löguð til að hnekkja virðingu amtmanns. 1 öðrum dómi frá 1895 eru þau ummæli, að aldrei hafi „lélegri persóna" veitt Bók- menntafélaginu forstöðu en A, talin ærumeiðing, enda þótt orð þessi út af fyrir sig varði ekki að sjálfsögðu siðferðis- bresti. Hinsvegar voru .ummæli þess efnis, að A hafi sett félagið gersamlega á höfuðio og að því hafi hrakað svo undir stjórn hans, að það eigi sér trauðla viðreisnar von, ekki talin ærumeioandi.1 2) In fyrri af greindum ummælum horfa A tvímælalaust til virðingarhnekkis, en því verður naumast neitað, að in síðargreindu geri það einnig eftir því sambandi, sem þau standa í við önnur ummæli greinar þeirrar, sem geymdi in átöldu ummæli. Gagnrýni á gerðurn sínum verða menn almennt að þola, enda þótt hún sé þeim óhagstæð, enda sé hún ekki klædd í móðgandi eð^ meiðandi búning. Vitanlega getur slík gagn- rýni falið í sér brot, er varðar við 229. eða 230. gr. hegnl., eins og áður er sagt, þó að 234. eða 235. gr. taki ekki til hennar. Sá, sem birtir rit, ritgero eða kveðskap eftir sig eða rit er birt í þýðingu hans, verður að sæta gagnrýni. Sama er um aðra opinbera framkomu, t. d. leik, upplestur, leikfimi, söng, gripi eða listaverk, er hann sýnir opinber- lega o. s. frv. En jafnvel þótt ótilteknum fjölaa manna sé ekki ætlað að njóta fræðSlu eða skemmtunar af verkum manns, verður gagnrýni á þeim út af fyrir sig ekki æru- meiðing, enda þótt hún sé allt annað en lofsamleg. Sögn um atvinnuháttu manns, t. d. í búskap, kaupskap, iðnstarf- semi o. s. frv. mundi ekki út af fyrir sig varða við lög um ærumeiðingar, enda þótt að þeim væri fundið. Hitt er annað 1) Dómasafn V. 120. 2) Dómasaín V. 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.