Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Blaðsíða 24
144 Tlmarit lögjrœöinga Það er Ijóst, að engir aðrir vandamenn en þeir, sem nefndir hafa verið, eiga saksóknarrétt eftir 3. málsgr. 25. gr. Mágsemdir veita því engan slíkan rétt. Tengdaforeldri — tengdabörn, stjúpforeldri — stjúpbörn, mágar eða mág- konur hafa hann því ekki. Ekki heldur afi, amma — barna- börn. Hinsvegar er öllum, sem til einhvers flokksins í 3. málsgr. 25. gr. verða taldir, veitt aðild. Faðir hefur því réttinn eftir óskilgetið barn sitt og óskilgetið barn eftir föður sinn. Maki, sem skilinn er að borði og sæng við maka sirm, hefur réttinn, unz hjúskap er slitið að fullu. Það skiptir og engu í þessu sambandi um börn innbyrðis, hvort þau eru alsystkin eða hálfsystkin. Hálfsystkin geta neytt réttarins við hlið alsystkina eða ein sér, ef alsystkin hirða eigi að neyta hans. Alveg samskonar er um kjörbörn. 1 3. málsgr. 25. gr. eru einungis nefndir ,,foreldrar“. Hinsvegar eru ,,kjörbörn“ nefnd við hlið barna. Nú er lítið samræmi í þvi að veita kjörbörnum saksóknarrétt fyrir ærumeið- ingar um látið kjörforeldri, en kjörforeldri ekki fyrir æru- meiðingar um látið kjörbarn, enda þótt foreldri þess eigi líka réttinn, ef því er að skipta, því að lögum samkvæmt eru nú svo náin bönd milli kjörforeldra og kjörbarna um flest sem milli foreldra og barna almennt, sbr. 2. tölul. 36. og 1. tölul. 125. gr. laga nr. 85/1936, 5. og 6. gr. laga nr. 87/1947, 3., 6., 7., 8. og 18. gr. laga nr. 42/1949 og 4. tölul. 89. gr. laga nr. 27/1951, og sýnist því líklegt, að kjörfor- eldri verði talinn að þessu leyti sami réttur sem foreldri. Vandamennirnir eru nefndir í röð í 3. málsgr. 25. gr. (maki — foreldrar — börn — kjörbörn — systkin). Ber þetta svo að skilja, að foreldri hafi réttinn að maka frá gengnum, börn að foreldrum frá gengnum o. s. frv? Ef svo væri, þá ætti dómstóll víst að vísa máli frá dómi, sbr. 46. gr. eml. ef t. d. foreldri höfðaði mál, áður en sýnt væri, hvort maki ins látna ætlaði að gera það, bróðir höfðaði mál, meðan óvíst væri, hvort maki eða foreldri ætlaði að gera það o. s. frv. Þetta væri mjög óhentug skipun, enda gæti hún auðveldlega leitt til fyrningar saksóknarheimild- arinnar, sbr. 1. tölul. 81. gr. hegnl. Löggjafinn varð auð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.