Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 5
Okur og slcylcl brot. 67 lántakanda sjálfum. Slík lögskipti eru ekkert annað en dulbúin lánveiting. Vextir eru 'þá venjulega kallaðir for- vextir, teknir fyrir fram af lánshæð og svara til erlenda orðsins „diskonto". 1 dómi hæstaréttar frá 12. febrúar 1937 (Hrd. VIII. 91) var enginn ágreiningur um það, að ,,forvextir“ þannig teknir væru metandi sem almennir vextir af láni, enda ber væntanlega að skilja orðið „vexti“ í 53. gr. laga nr. 10/1928 um Landsbankann og 65. gr. laga nr. 31/1929 um Búnaðarbankann svo, að það taki einnig til „forvaxta" svonefndra. 2. I raunverulegum kaupum og sölum, eignaskiptum og fleiri gagnkvæmum lögskiptum verður stundum verulegt misræmi milli greiðslna aðilja. Annar kann að vera blátt áfram féflettur til hagsmuna hinum eða þriðja manni. Venjulega er þá ekki um endurgjald að tefla fyrir veit- ingu lánstrausts til handa þeim, sem skarðan hlut ber úr þeim skiptum. Samningur um slík lögskipti verður venju- lega gildur að öllu leyti, ef báðir aðiljar stóðu jafnt að vígi til þess að kynna sér allar aðstæður, sem máli skiptu. En ef annar hefur beitt hinn nauðung (sbr. 28. og 29. gr. laga nr. 7/1936), svikum (30. gr. s. 1.) eða kalla má hann hafa komið óheiðarlega fram við samningsgerðina (32. gr. s. 1.), þá getur gagnaðili gert samning ógildan, og háttsemi þess aðiljans, sem gerðist sannur að misferli, má varða við ýmsar greinir hegningarlaganna, svo sem 225., 248., 251. eða jafnvel 252. gr. o. s. frv. Sá, sem kaup- ir af sér, verður annars venjulega að hafa það svo búið. öðruvísi er farið, ef aðiljar standa ekki nokkurn veginn jafnt að vígi. Annar aðilja kann að hafa notað sér af ýmiss konar annmörkum hins, svo sem einfeldni, fákunn- áttu, léttúð eða ósjálfstæði gagnvart hinum fyrrnefnda. Þá er sá, sem í lægra haldi lýtur, andlega veikari en hinn. Hann sér ef til vill, að löggerningur sé honum óhagstæður, en hann hefur ekki kraft í sér til þess að standa gegn áhrifum viðsemjanda síns. Löggerningurinn getur þá orð- ið ógildui', ef bersýnilegt ósamræmi er milli gjalds og gagngjalds eða greiðslu skyldi inna af hendi endurgjalds-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.