Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 11
Olcur og slcylcl brot. 73 taka 6% p. a. í vöxtu af peningaláni, þó að það væri tryggt með fasteignarveði. Um ákvæði iaga nr. 23/1901 verður rætt í sambandi við lög nr. 73/1933. II. 1. Eins og sagt var, bannaði Kristinréttur Árna biskups að byggja dautt fé á leigu. Þess vegna hefur Jónsbók, sem var lögtekin 6 árum eftir lögtöku kristin- réttarins, engin fyrirmæli um vexti af lánsfé almennt. Hins vegar er þar, í Landsleigubálki 15. kap., mælt um leigu eftir búfé. Segir í upphafi kapítulans, að margir verði við leigufé að hjálpast. Tíðast var búfjárleigan í sambandi við landsleigu, og leigufé venjulega málnytu- peningur, kýr og ær, annað hvort eða hvort tveggja. Var einkum fátækum frumbýlingum hentugt að fá málnytufé á leigu, enda hefur það þó víst ekki ver- ið mjög ótítt, að maður tæki búfé á leigu, þó að það fylgdi ekki jörð. Oftast hefur það verið málnytupening- ur, sem þannig var leigður, en það máttu líka t. d. vera hross. Samkvæmt Landsleigubálki 15. kap. mátti leigja mál- nytukúgildi, þ. e. kýr og ær og sjálfsagt geitur, tveimur fjórðungum smjörs, fjórum lambsfóðrum, en ef eigi var smjör til, þá mátti ieysa 12 álnum vaðmála. Kúgildið var eitt hundrað á iandsvísu eða 120 álnir, eða löggjafinn hugsar sér það venjulegt verð þess. Úr því að 12 álnir vaðmála voru rétt goldnar í ársleigu eftir kúgildið, þá er auðsætt, að vaxtahæðin er 10% p. a., eins og var eftir Grágás. Sjá má líka, að fjórðungi smjörs er ætlað að jafngilda 6 álnum, svo að smjörpundið hefur verið talið 0,6 (eða % úr) alin, en lambsfóðrið hefur átt að jafn- gilda 3 álnum. Leigutaki fékk að sjálfsögðu nytjar mál- nytupenings, kálf undan kú og mjólk, en lamb undan á, mjólk á sumar og ull á vori, kið undan geit og mjólk. Geldfjárkúgildi var og rétt að leigja 12 álnum maðmáls eða jafngildi þeirra. Ef hryssa var leigð til árs, þá hefur leigu- taki átt að fá folald, ef því var að skipta, og afnot með venjulegum hætti. Þótt vaxtahæð af lánum almennt væri

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.