Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 21
Okur og sJcyld, brot. 83 B þá ekki heldur áskilja sér hærri vexti af þeirri skuld, ef til kæmi, en 6%. Það mundi ekki heldur skipta máli, þó að þriðji maður setti fasteignarveð eða handveð til tryggingar skuld A við B. B væri jafnt bundinn við vaxtatökuákvæði 2. gr. og ef hann hefði sjálfur látið veðtrygginguna í té. Sjónar- miðið er auðvitað það, að lánardrottinn fær áhættu sína svo takmarkaða sem hún verður með þeirri veðtryggingu, hver sem hana veitir. Samkvæmt 1. nr. 10/1928, 53. gr., og 1. nr. 31/1929, 65. gr., var bæði Landsbankanum og Búnaðarbankanum leyft að áskilja sér hærri en 6% árs- vexti af lánum tryggðum með fasteignaveði. Þetta ákvæði sýnist ekki hafa tekið til handveðstryggra lána, og ekki voru Útvegsbankanum. heldur veitt þessi hlunnindi, sbr. 9. gr. laga nr. 7/1930, né heldur sparisjóðum, sbr. 1. gr. laga nr. 69/1941. Nú hafa með lögum nr. 75/1952 verið sett ný ákvæði um þetta, þannig að ,,öðrum“ er heimilt að áskilja sér hærri en 6% ársvexti af lánum tryggðum með fasteignarveði eða handveði, ef Landsbankinn áskilur sér hærri en 6%, þó ekki hærri en 7%. Landsbankanum einum — og nú Framkvæmdabankanum samkvæmt 22. gr. laga nr. 17/1953 — eru engin mörk sett um vaxta- hæð, þótt lán sé svo tryggt sem sagt var. Heimild þessi til 7% vaxtatöku nær til allra lánveitenda. Miða skal við vexti Landsbankans á þeim tíma, sem lán er veitt. Breyt- ingar á vöxtum hjá Landsbankanum til lækkunar (frá 7%—6%), meðan lán stendur, munu eiga að koma skuldu- naut til hags. Iiann virðist ekki verða krafinn um hærri vexti á gjalddaga þeirra en Landsbankinn tekur þá af sams konar lánum. b. Samkvæmt 3. gr. okurlaganna má taka allt að 8% p. a. af lánum, sem ekki eru tryggð með fasteignarveði eða handveði samkvæmt framanskráðu. Ákvæðið um há- mark vaxtatöku af skuldum, sem ekki eru tryggðar með fasteignarveði, er nýmæli, eins og sjá má af yfirliti því, sem greinir í B. 8 af hundraði má nú taka af skuldum, sem tryggðar eru með sjálfsvörzluveði í iausafé og af öll-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.