Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 21
Okur og sJcyld, brot. 83 B þá ekki heldur áskilja sér hærri vexti af þeirri skuld, ef til kæmi, en 6%. Það mundi ekki heldur skipta máli, þó að þriðji maður setti fasteignarveð eða handveð til tryggingar skuld A við B. B væri jafnt bundinn við vaxtatökuákvæði 2. gr. og ef hann hefði sjálfur látið veðtrygginguna í té. Sjónar- miðið er auðvitað það, að lánardrottinn fær áhættu sína svo takmarkaða sem hún verður með þeirri veðtryggingu, hver sem hana veitir. Samkvæmt 1. nr. 10/1928, 53. gr., og 1. nr. 31/1929, 65. gr., var bæði Landsbankanum og Búnaðarbankanum leyft að áskilja sér hærri en 6% árs- vexti af lánum tryggðum með fasteignaveði. Þetta ákvæði sýnist ekki hafa tekið til handveðstryggra lána, og ekki voru Útvegsbankanum. heldur veitt þessi hlunnindi, sbr. 9. gr. laga nr. 7/1930, né heldur sparisjóðum, sbr. 1. gr. laga nr. 69/1941. Nú hafa með lögum nr. 75/1952 verið sett ný ákvæði um þetta, þannig að ,,öðrum“ er heimilt að áskilja sér hærri en 6% ársvexti af lánum tryggðum með fasteignarveði eða handveði, ef Landsbankinn áskilur sér hærri en 6%, þó ekki hærri en 7%. Landsbankanum einum — og nú Framkvæmdabankanum samkvæmt 22. gr. laga nr. 17/1953 — eru engin mörk sett um vaxta- hæð, þótt lán sé svo tryggt sem sagt var. Heimild þessi til 7% vaxtatöku nær til allra lánveitenda. Miða skal við vexti Landsbankans á þeim tíma, sem lán er veitt. Breyt- ingar á vöxtum hjá Landsbankanum til lækkunar (frá 7%—6%), meðan lán stendur, munu eiga að koma skuldu- naut til hags. Iiann virðist ekki verða krafinn um hærri vexti á gjalddaga þeirra en Landsbankinn tekur þá af sams konar lánum. b. Samkvæmt 3. gr. okurlaganna má taka allt að 8% p. a. af lánum, sem ekki eru tryggð með fasteignarveði eða handveði samkvæmt framanskráðu. Ákvæðið um há- mark vaxtatöku af skuldum, sem ekki eru tryggðar með fasteignarveði, er nýmæli, eins og sjá má af yfirliti því, sem greinir í B. 8 af hundraði má nú taka af skuldum, sem tryggðar eru með sjálfsvörzluveði í iausafé og af öll-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.