Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 23
Okur og skyld brot. 85 hundraðshluta lánsfjárhæðar, þá má slíkt endurgjald ekki vera hærra en svo, að það svari til þeirrar vaxtahæðar af höfuðstól skuldarinnar, sem í 2. eða 3. gr. getur, sem sé 6% eða 8%, eftir því hvort skuldin er tryggð með fast- eignarveði eða handveði eða hún er ekki þannig tryggð. Þó að ekki sé annarra sniðgönguaðferða getið í lögunum, þá verður auðvitað ekki leidd af þeirri þögn sú ályktun, að aðrar slíkar aðferðir séu löglegar, heldur verður að líta svo á, að sama gildi um aðrar slíkar aðferðir. Það getur alls ekki skipt máli, hvaða aðferð er höfð til þess að brjóta lögin. Qui contra legem agit nilril agit er grund- vallarregla í rétti allra siðaðra þjóða, og samkvæmt henni verður að meta allar aðferðir til sniðgöngu hverra iaga sem er. Til dæmis um aðferðir til sniðgöngu 2. eða 3. gr. okurlaganna má nefna nokkur tilvik, sem víst koma ó- sjaldan fram í lánsskiptum manna milli. Farið er kringum vaxtatökubannið með því að láta lántaka gefa út skuldbindingu um greiðslu tiltekinnar fjár- hæðar, sem er svo eða svo miklu hærri en raunverulega iánshæðin, sem þá er greidd, en vexti skal þá greiða af inni skráðu fjárhæð, sem lántaki skal greiða samkvæmt ákvæðum skuldbindingarinnar. Skuldbindingarskjalið get- ur auðvitað verið bæði víxill og skuldabréf, með tryggingu eða án hennar. Mismunur á raunverulegu láni og skráðu láni og vextir af þeim mismun eru þá ofgreiddir vextir. önnur leið, sem kemur í sama stað niður, er sú, að skuldbindingarskjal hljóðar á ina raunverulegu lánshæð, en einungis hluti af henni er greiddur lántaka. Hann greiðir þá mismun þessara fjárhæða og vexti af honum, með sama hætti sem í fyrra dæminu. Fara má einnig í kringum vaxtatökubannið með því að lánardrottinn lætur lántaka greiða vexti fyrirfram af lánshæð allri, sem greiða skal með afborgunum á tilteknum tímabilum. Ef t. d. A lánar B að nafni til kr. 5000 með 6% ársvöxtum þannig að lánshæðina skal greiða með 1000 kr. afborgun árlega, en tekur vexti þegar af allri lánshæðinni um 5 ár, eða kr. 1500 alls, þá hefur hann

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.