Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 43
Okur og skyld brot. 105 hörðum mönnum og slyngum að bráð. Léttúðin felur í-sér gáleysi og teflir á tæpasta vað. Fákunnáttan er þekkingar- skortur á því atriði, sem máli skiptir, en hún þarf ekki að verða aðilja að fótakefli, nema léttúð eða einfeldni komi til. e) Að maður notar sér það, aS aðili er honum háður. Tekur þetta til frændsemi, mægða eftir atvikum og ann- arra frændsemi- eða fjölskyldubanda, svo sem hjóna, unn- usta og unnustu, uppeldis- eða fósturbarna. Bóndi, sem fær konu. sína til þess að' færa séreign hennar til séreignar hans, faðir, sem fengi barn sitt til óhagstæðra kaupa við sig, tengdafaðir, sem fengi tengdabarn sitt til samskonar skipta við sig, gætu t. d. komið undir þetta ákvæði. Ymis vinnusambönd lúta því og, svo sem hjúasambandið og samband milli vinnuveitanda og vinnuþega annars. Oftast er vinnuveitandinn aðstöðubetri, en svo þarf þó eklci að vera. Vinnuveitanda getur staðið á svo miklu að halda vinnuþega, að segja má hann vinnuþega sínum háðan. Af ‘ fjái'hagsástæðum kann A að vera B svo háður, að B hafi ráð hans í hendi sér, enda geta bágindi A komið þar til greina. Sama er að segja um siðferðilegt ósjálfstæði að- ilja. B veit enhvern skemmilegan verknað upp á A, svo að A reynir þess.vegna að þóknast B með ýmsu móti, t. d. með því að 'gera við hann óhagfellda löggerninga. Eins og dæmi þessi sýna, kunna fleiri en einn annmarka þeirra, sem í a—e greinir, að fara saman. Ósjálfstæði, fákunnátta, einfeldni og bágindi kann allt saman að valda ákvörðun aðilja. Það er auðvitað ekki nægilegt til notkunar ákvæða 7. gr. okurlaganna, að aðili geri óhagstæða löggerninga, ef engum téðra annmarka er til að dreifa. Kaupharka almennt eða hagsýni í viðskiptum getur valdið því, að annar aðilja beri skarðan hlut í viðskiptum sínum við hinn. Slíkir lög- gerningar binda aðilja ivenjulega. Aðrar ógildingarástæð- ur löggerninga geta mð sjálfsögðu komið til greina við hliðina á 7, gr., svo sem okur,- ólögræði, nauðung, fjár- kúgun; svik; rangar eða brostnar forsendur o. s. frv.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.