Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 58
120 Tímarit lögfrœöinga. Svo sem sjá má af yfirliti hér að framan, kemur G. B. víða við í réttarsögulega kaflanum. Jafnvel kann sumum að finnast hann fara víðar en lausn verkefnisins gerði nauðsynlegt. Hins vegar fer G. B. mjög fljótt yfir sögu Danastjórnar á Grænlandi eftir að landið fannst aftur. En sá þáttur skiptir nú varla máli varðandi raunhæft eða virkt drottinvald Danmerkur á Grænlandi, eftir að Haag- dómstóllinn hefur dæmt henni drottinvald á öllu landinu. Við, sem áður höfum reynt að rannsaka þetta mál hlut- lægt eftir heimildarritum og leitt af þeim ályktanir þær, sem okkur hafa virzt óhjákvæmilegar, hljótum að fagna því, að skipuð var nefnd þriggja lærðra, athugulla og sam- vizkusamra manna til nýrrar rannsóknar og álitsgerðar um rétt Islands til Grænlands samkvæmt inum fornu heim- ildarritum. Þótt við hefðum að vísu unað því betur, að réttur vor hefði staðið styrkum fótum, þá hljótum við einn- ig að una því vel, að G. B. hefur komizt að sömu niður- stöðu sem við, reistri, að minnsta kosti að öllu verulegu, á sömu forsendum, niðurstöðu, sem samnefndarmenn hans hafa lýst sig samþykka. Tíminn sýnir það, hvort þeir, sem fastast hafa trúað á réttmæti tilkalls íslands til Grænlands, leggja meira upp úr umsögn inna þriggja nefndarmanna en upp úr niðurstöðum okkar. En heldur sýnist hafa bólað á því, að svo muni ekki vera. 1 þjóðréttarlega kaflanum eru fyrst almennar athuga- semdir um hugtakið ríki og þjóðarétt og síðar eru aðalatriði Haagdómsins um deilu Noregs og Danmerkur rakin. Nið- urstaða G. B. um þýðingu úrlausnar dómstólsins er sú, að „enginn maður með óbrjálaða skynsemi, sem hann (þ. e. dóminn í deilumáli þessu) les, gangi þess dulinn, að öðrum ríkjum muni ekki stoða að reyna að gera kröfu til Græn- lands“. Og síðar: „Dómurinn er að vísu að formi til bind- andi úrslit sakarefnis milli Dana og Norðmanna einna, en að efni og forsendum er hann alhliða ákvörðun um réttar- stöðu Grænlands, svo sem hver sá, sem les af skilningi, fær séð. 1 milliríkjaskiptum hefur og þessi skilningur verið lagður í dóminn.“

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.