Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 61
Gertœlci. 123 sjálfshjálp. M hefur ekkert í frammi, sem skerðir rétt G. Hann framkvæmir einungis sjálfur þann rétt, sem hann hefur til þess að rýma munum G úr húsnæði sínu. Og hann kastar mununum ekki út eða skilur þá eftir í vanhirðu, heldur flytur þá heim til G. Tökum dæmi til samanburðar. A flytzt af jörð, en skilur þar eftir nokkuð af búfé sínu, sem hann hefur engan rétt til að hafa þar eftir fardaga. Nýr ábúandi, B, safnar bú- fénu saman og rekur til A á ið nýja heimili hans og skilar því þar óskemmdu og með tölu. Átti B að leita til fógeta (sýslumanns), áður en hann hófst handa um að koma bú- fénu til A? Réttarvitund almennings mun ekki líta svo á, að slíkt sé nauðsynlegt. Hún mun telja það fullkomlega lög- mætt, að B safni búfénu saman og reki það til eigandans, án nokkurs atbeina fógeta. Hvorki G né A í dæminu eiga nokkurn rétt til þess að hafa eign sína í húsum eða á landi M eða B, en þeim virðist fullkomlega rétt að losa sig við munina sjálfir með framangreindum hætti. E. A. -----o---- Frá Hæstarétti nóv.—des. 1952. Aðför (Hrd. XXIII. 679). M og K, sem átt höfðu saman tvö börn, voru skilin lög- skilnaði, og bar M samkvæmt skilnaðarleyfi að greiða meðalmeðlag með þessum börnum þeirra. Auk barna þess- ara tveggja, hafði M konu, sem hann hafði síðar gengið að eiga, og 5 börn á framfæri sínu. M var opinber starfs- maður og talinn hafa árið 1951 haft í laun tæpar kr. 27 666,00. Af hálfu K var lögtaks krafizt í launum M, með því að hann var eignalus, en þeirri kröfu mótmælti hann, með því að launin nægðu honum ekki til framfærslu fjöl- skyldu sinnar hér. I dómi hæstaréttar segir, að rétt sé, að meðlagsgreiðslur þessar gangi fyrir útsvarsgreiðslum

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.