Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 14
að koma i stað fyrri reglna um „liernaðarástand“ og takmarka rétt ríkisforsetans við þær heimildir, sem i 48. gr. voru taldar. Ekki var þetta þó óvefengt, því að sumir töldu neyðarrétt mundu veita lionum enn viðtækari heim- ildir. Hið víðtæka vald, sem forsetanum var fengið í 48. gr., var i upphafi ætlað til þess að styrkja lýðveldið og auðvelda vörn þess á liættustund. Raunin varð þó sú, að með þessu móti var grafið undan lýðræðinu, þing- ið svipt valdi sínu og framkvæmdavaldið smám saman aukið — þrátt fyrir ófullnægjandi stuðning eða beina andstöðu þingsins, sem raunar var sjálfu sér algerlega sundurþykkt. Með þessu var brautin rudd fyrir valdatöku nazista og þar með rangsnúning allra réttarhugmynda, svo sem er þýzlct lögfræðirit sagði eftir morð nazista- foringjanna, m. a. á ýmsum úr þeirra eigin hóp, sumarið 1934, að sá gerningur hefði verið fullnæging hins æðsta réttlætis. Stjórnarskrá sambandslýðveldisins Þýzkalands frá 23. mai 1949, hefur aftur á móti ekki slíkt viðtækt lieimildar- ákvæði og var i 48. gr. Weimar-stjórnarskrárinnar. Er það vafalaust vegna þess, livernig til tókst um fram- kvæmd hinnar siðarnefndu. í 81. gr. er þó lieimiluð neyðarlöggjöf, þegar sérstak- lega stendur á og ágreiningur er upp kominn milli stjórn- ar og þings, en mjög er þessi lieimild annars eðlis en sú, sem veitt var í 48. gr. Weimar-stjórnarskrárinnar, og nær ekki til brevtinga á sjálfri stjórnarskránni eða frávika frá henni. 1 Frakldandi hefur þróunin aftur á móti orðið þver- öfug. Þar var að visu i lögum þriðja lýðveldisins heim- ild fyrir „umsátursástandi" — svo kölluðu „pólitísku um- sátursástandi“. En ekki voru þau ákvæði i formi stjórn- skipunarlaga, þótt þau einnig miðuðu að því að setja sjálfum löggjafanum reglur. Auk þeirra voru svo sett sérstök heimildarlög um víðtækt vald stjórnarinnar, er giltu í háðum heimsstvrjöldunum. Mikill glundroði varð 8 Timarit lögfrœOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.