Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Blaðsíða 39
ná alþjóðlegu samkomulagi um víðáttu landhelginnar, er ráðstefnan í Haag var kölluð saman. í boðun ráð- stefnunnar, á vegum Þjóðabandalagsins, fólst viðurkenn- ing á því, að engin algild regla væri til um víðáttu land- helginnar, sem bindandi væri fyrir öll ríki. Á ráðstefn- unni kom í ljós, að um það bil helmingur þeirra rikja, stundaði utan þriggja mílna marksins i firðinum, með þeim veiðiaðferðum, sem bannaðar höfðu verið (togveiðum), en bann- að var að landa eða selja allan þann fisk i Bretlandi, sem þannig hafði verið veiddur. 1 framkvæmd höfðu hin nýju lög því svipuð áhrif og bannákvæði Herring Fishery (Scotland) Act, 1889. Tveir merkir höfundar, er um þennan dóm „High Court of Justicary" hafa ritað telja, að þótt brezka stjórnin hafi valið þann kostinn að gefa skipstjóranum eftir sektina og hverfa frá saksókn fyrir veiðar utan 3 mílna marksins, þá hafi brezka utanrikisráðuneytið ekki talið lögin frá 1889 andstæð þjóðarétti, heldur hafi það ráðið afstöðu framkvæmdarvaldsins, að það óttaðist að aðrar þjóðir myndu svara Bretum í sömu mynt, ef lögunum yrði framfylgt, og banna brezkum togurum að veiða utan þriggja milna marksins við strendur sínar. (Fulton: tilv.rit bls. 729, og B. V. Mayer: The Extent of Jurisdiction in Coastal Waters. Leiden 1937, bls. 143—145). Umræðurnar um ,,Sea Fisheries Act“ frá 1895, sem áður er getið, í House of Lords sýna og greinilega, að leiðtogar Breta litu alls ekki á 3 milna regluna sem algilda þjóðréttarreglu. 1 um- ræðunum um frumvarpið komst Lord Halsbury, fyrrverandi Lord Chancellor, sem verið hafði framsögumaður „Territorial Waters Jurisdiction Act“, svo að orði: ... in that Act they took care specially to avoid any measurements. The distance was left at such limit as was necessary for the defence of the Realm; then the exact limit was given íor the particular purpose, in view.“ Hið sama sagði Lord Salisbury, fyrrv. utanríkisráðherra, í þessum sömu umræðum, er hann gaf eftirfarandi yfirlýsingu um lögfestingu „Territorial Waters Jurisdiction Act“: „Great care had been taken not to name three miles as the territorial limit. The limit depended on the distance to which a cannon-shot could go“ (Hansard xxxiii. 504) (Lbr. mín). Fulton kveður Lord Salisbury hafa hér átt við fallbyssu, sem úr var skotið á „Jubilee Day“ og dró 12 mílur. (Fulton: tilv. rit, bls. 593). 1 ræðu í House of Lords 8. júlí 1909 komst Halsbury jarl Tímarit lögfræöinga 33 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.