Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 19
mjög til umræðu og athugunar í sambandi við setningu „beredskapslovgivningen“ 1950, en þau lög fjalla um viðbúnað eða sérstakar ráðstafanir í sambandi við strið, stríðshættu eða þegar svipað stendur á. 1 þeim var ráð- gert bvað gera skyldi þegar slík atvik bæri að böndum og víðtækari beimildir veittar en stjórnarskráin segir til um. Menn greindi að visu nokkuð á um, bversu langt skyldi ganga. En ríkjandi skoðun var, að þvílika löggjöf mætti setja, því að bún helgaðist af neyðarréttinum. Ef neyðarástand væri fyrir bendi, mætti beita benni, enda væri hún þá til leiðbeiningar, þó að svo stæði á, að enn lengra kynni að mega ganga. Eftir þetta yfirlit um þróun málanna í þeim lýðræðis- ríkjum, sem helzt eru líkleg til þess með fordæmi sinu að hafa áhrif bér á landi, er rétt að rifja upp, livort og hvenær á hefur reynt í okkar eigin rétti. Þá er fyrst að geta ályktunar Alþingis um æðsta vald í málefnum ríkisins frá 10. apríl 1940. Hún bljóðaði svo: „Með því að ástand það, sem nú liefur skapazt, hefur gert konungi ókleift að fara með vald það, sem lionum er fengið i stjórnarskránni, lýsir Alþingi yfir þvi, að það felur ráðuneyti Islands að svo stöddu meðferð þessa valds.“ Tillagan var samþvkkt á Alþingi í einu bljóði. For- sætisráðherra, Hermann Jónasson sagði tillöguna borna fram „vegna þeirra atburða, sem gerzt bafa í Danmörku, og þess ástands, sem nú rikir þar i landi“. Þarf ekki að rekja þá sögu; bernám Þjóðverja á Danmörku binn 9. apríl 1940 er kunnara en frá þurfi að segja. Sjálfur talaði forsætisráðherra um þá „óbjákvæmilegu nauðsyn", sem væri á samþykkt tillögunnar og skýrði frá að allir þingmenn, sem samráð hefði verið baft við, væru sammála þessu. Slíkt samráð bafði liins vegar ekki verið liaft við Einar Olgeirsson né flokk bans. Mótmælti Einar þeirri meðferð málsins. Hann segir, að sér skiljist, að með þessu „séum við í raun og veru að fara aðrar leiðir en þær, sem beinlinis eru fyrirskrifaðar i okkar lo Tlmarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.