Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 48
ar fjallar, vitnaði dómstólinn til 38. gr. stofnskrár sinn- ai’i) og sagði: „The partv which relies on a custom of this kind must prove that this custom is established in sucli a manner that il has become binding on the other Party. The Colom- bian Government must prove, that the rule invoked by it is in accordance with a constant and uniform usage practised bv the States in question, and that this usage is the expression of a right appertaining to the State granting asvlum and a duty incumbent on the territorial State.“1 2) Dómstóllinn bendir hér á, að framkvæmdin verði að hafa verið stöðug og sjálfri sér samkvæm af hálfu þeirra rikja, sem lilut eiga að máli, eigi hún að geta bundið gagnaðilann, og að venjan i máli því, sem dómstóllinn bafði til úrskurðar, yrði jafnframt að byggjast á rétti af hálfu ríkisins, sem hælið veitti, til þeirrar gjörðar. 1 þessum kafla dómsins er leiðbeiningar um það að finna, livaða skilyrði verði að uppfylla til þess að venjan hljóti réttargildi og hvernig hún sé fullmótuð, auk ákvæðisins um sönnunarbyrðina. Hvenær „stöðug og samkvæm fram- kvæmd“, byggð á rétti þess ríkis, sem í hlut á, hafi hins vegar slcapað þjóðréttarvenju, er telja verði bindandi gagnvart gagnaðilanum, er aftur á móti ekki frekar skýrt í dómnum, svo almennt gildi bafi. Hlutverk dóm- stólsins var heldur ekki að setja almenna reglu um at- riðið, en aðeins að leysa úr því tiltekna ágreiningsefni, sem fyrir honum var. I málinu var deilt um gildi tveggja venjureglna, sem eðli sinu samkvæmt hlutu að útiloka hvora aðra, þar sem aðeins önnur þeirra gat átt við um hið umdeilda atriði. Er það ólíkt því, sem er um áhrif 1) 38. gr. stofnskrár Alþjóðadómstólsins vitnar til þjóðréttar- venju ,,as evidence of a general practice accepted as law“, sem annarrar höfuð réttarheimildarinnar á sviði þjóðaréttarins. 2) I. C. J. Reports 1950, bls. 276. 42 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.