Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Side 41
Á Haagráðstefnunni fylgdu þriggja milna reglunni m. a. Bretland og brezku samveldislöndin, Bandaríkin, Frakk- land, Þýzkaland, Japan, Belgía, Holland, Pólland og Kína. Sex milna landlielgi fylgdu m. a. Italia, Spánn, Brazilia, Persía, Rúmenia, Tyrkland og Júgóslavía. Eftir að Haagráðstefnunni 1930 tókst ekki að setja alþjóðareglu um viðáttu landhelginnar, var sami háttur hafður á við mörkun landhelginnar og fyrr liafði verið; nýstofnuð ríki ákvörðuðu landlielgi sína mismunandi víða, en fvlgdu engri einni reglu um mörkunina. Meiri- hluti þeirra markaði landhelgina víðari en 3 mílur, og hlutu þau landhelgismörk yfirleitt viðurkenningu ann- arra ríkja, með nokkrum undantekningum þó, sem nán- ar verður vikið að síðar. Afstaðan í dag. Á Genfarráðstefnunni 1958 har Mexíkó fram tillögu um það, að skrifstofa ráðstefnunnar semdi skrá um víð- áttu landhelgi hinna einstöku ríkja, sem þátt tóku í ráð- stefnunni.1 2) Skrá þessi-) gefur mjög greinargott yfirlit yfir löggjöf ríkja um landhelgina. Samkvæmt lienni hafa 20 riki 3 mílna landhelgi, eins og málum er nú hátt- að. Það eru þessi riki: Argentína, Ástralía, Belgía, Ivanada, Kína (Formósa), Danmörk, Dóminíska lýðveldið, Frakkland, Japan, Jór- danía, Líhería, Malaya, Holland, Nýja Sjáland, Pakistan, Pólland, Túnis. Suður-Afríka, Bretland og Bandaríkin. Af þessum rikjum hafa þó tvö lýst yfir 12 mílna fisk- veiðilandhelgi, Kanada og Dóminíska lýðveldið. Eitt rikið, Argentína, framfylgir 10 mílna fiskveiðilandlielgi og Tún- is mælir svo fyrir, að takmörk fiskveiðilandhelginnar skuli vera 50 m. dýptarlinan. 1) A/CONF.13/C.l/L.l/Rev.l. 2) A/CONF.13/C.l/L.ll. Tímarit lögfrœöinga 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.