Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Side 10
opinberra mála og samdi og kvað upp dóma í þeim sem
og einkamálum. Hann var héraðsdómarinn i raun og
reynd.
III.
Reykjavik var í liröðum vexti og emhættisstörf hæjar-
fógetans jukust með ári hverju.
Arið 1917 var svo komið, að nauðsyn þótti til bera að
skipta embættinu í tvennt: hæjarfógetaembætti og lög-
reglustjóraembætti. Var það gert með lögum nr. 36, 26.
október 1917 og kom skiptingin til framkvæmda 1. apríl
1918. Bæjarfógeti hafði áfram öll dómstörf á hendi.
Arið 1918 fjölgaði opinherum málum verulega í Reykja-
vík jafnframt því, sem önnur dómstörf jukust. Bæjar-
fógeti hafði því nóg að starfa, þrátt fyrir skiptingu em-
hættis hans.
Svo komu upp tvö óvenjuleg og alvarleg mál og voru
þau þessi:
Ríkisstjórnin 'hafði látið framkvæma aðgerð og breyt-
ingu á stjórnarráðshúsinu, og taldi hún óhjákvæmilegt
að láta opinbera rannsókn fram fara út af kostnaðar-
reikningum og reikningsskilum trésmiðsins vegna fram-
kvæmda þessara.
Þá har það til, að maður nokkur var kærður fyrir að
koma saman stúlkum og erlendum sjómönnum til sam-
lags á hóteli einu hér i hænum og úti í skipum. Mál
þetta gekk manna á meðal undir nafninu „hvita þræla-
salan“.
Fyrirsjáanlegt var að rannsókn beggja málanna vrði
allumfangsmikil og treysti þáverandi bæjax-fógeti, Jóhann-
es Jóhannesson, sér ekki til að hafa þær á hendi vegna
annai'ra starfa.
Varð úr að með bréfum dómsmáladeildar Stjórnarráðs
Islands, dags. 4. fehrúar 1919, voru málin falin sérslök-
um dómurum samkvæmt umboðsskrá.
Var fyrra málið falið Sigurði Lýðssyni, þá aðstoðar-
4
Timaril löcjfrtvöinga