Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 12
svo umfangsmikil, að einum manni er það á stundum
ofvaxið að hafa þau á liendi, svo vel sé og að sama má
búast við að geti rekið i hinum öðrum kaupstöðum lands-
ins, þar sem dómararnir hafa svo mörgum og margvis-
legum öðrum embættisstörfum að gegna en dómara-
störfum.
Hins vegar er ekki lieimild til þess í íslenzkum lög-
um að löggilda fulltrúa dómara til að hafa á hendi eigin-
leg dómarastörf fyrir þá, nema alveg sérstaklega standi
á (ts. 19/8 1735, 2. gr.).“
Jón Magnússon, þáverandi forsætis- og dómsmálaráð-
herra, sem verið liafði bæjarfógeti í Reykjavík frá árs-
lokum 1908 til ársbvrjunar 1917, fylgdi frumvarpinu úr
hlaði og sagði meðal annars:
„. ... ég vænti þess að lieimild sú, sem veitt er í 1. gr.
frv., verði livorki hér i Revkjavik né annarsstaðar not-
uð nema í hreinum forföllum og minni háttar sakamál-
um og með þeim skilningi vil ég heldur mæla með frv. . . .“
„Aðeins geri ég ráð fvrir, að elcki verði að nauðsynja-
lausu verið að láta fulltrúa framkvæma J>essi störf. Enda
er tekið fram, að það skuli aðeins vera i forföllum dóm-
arans. Enda væri það vist ekki heppilegt að aðalembættis-
maður kæmi sér hjá að fara með þessi störf.“
Litlar umræður urðu um frumvarpið og auk Jóhann-
esar Jóhannessonar töluðu aðeins Einar Arnórsson, þá-
verandi prófessor, og Bjarni Jónsson frá Vogi í málinu.
Einar Arnórsson talaði um starfsannir bæjarfógeta og
sagði meðal annars:
„Var hér mikið um sakamál um þetta levti. Ég var
t. d. að starfi minu í sama húsi og réttarhöldin fara
fram i og varð ég var við að bæjarfógetinn sat tímunum
saman við að rannsaka mál þar uppi.“
Taldi Einar, að ekki væri mikil hætta við að samþykkja
frumvarpið. Benti hann á að það tæki aðeins til skipunar
dómaraembættisins i lögreglumálum, sem flest væru mjög
svo vandalítil og aðeins í forföllum hins venjulega dóm-
fi
Tímarit lögfræöinqa