Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Síða 13
ara, en ekki væri lnctla á því að þeirri lieimild yrði mis-
beitt.
Siðan sagði Einar:
„Annars vil ég bæta því við, að það er nokkurn veginn
sjálfgefið, að dómarar í kaupstöðum mundu eftir fremsta
megni rannsaka sjálfir og dæma þau mál, sem mestu
skiptir, svo sem morð eða stórglæpi.“
Bjarni frá Vogi fann frumvarpinu margt til foráttu og
sagði meðal annars:
„Það finnst mér undarlegt, að fela má þessum mönn-
um sakamálsrannsókn á ábvrgð annars manns.“
„Þar sem ég á mál mín undir dómaranum liér i Reykja-
vík get ég lýst því yfir, að ég vildi ekki láta dæma mig
af dómara, sem dæmir á annars manns ábvrgð en ekki
sína eigin.“
„£g tel það skipta miklu máli, hvort maður er saklaus
dæmdur fyrir verknað, sem talinn er svívirðilegur og
getur varðað alla heill hans, eða hvort hann er sýknaður
af öllum áburði. Slík mál vil ég ekki að farið sé gálaus-
lega með, og til slíkra starfa vil ég ekki trevsta hverjum
þeim, sem fram býðst.“
„Væri ég bæjarfógeti hér í Reykjavik, mundi mér ekki
detta i hug að fela öðrum að fara með dómsvaldið en
sjálfum mér.“
„Það mun og rétt hjá sessunaut minum (Einari Arn-
órssvni), að bæjarfógetar geti verið vandaðir menn, en
þeir geta líka verið breyskir menn, engu siður en aðrir,
og gæti verið, að þeir hefðu tilhneigingu til að skjóta
fram af sér leiðinlegum vandamálum, svo sem kvenna-
farsmálum, og koma iþeim yfir á aðra eða láta það fara
um hendur fulltrúanna.“
Einar svaraði Bjarna og sagði þá meðal annars:
„Við erum eklci sammála um muninn á eigin ábvrgð og
annars ábyrgð. Ég held að hér komi aðeins til greina skaða-
bótaábyrgð þvi að ekki er liægt að 'hegna bæjarfógeta fyrir
Tímarit lögfræðinga