Tímarit lögfræðinga - 01.01.1961, Qupperneq 17
þess, að með hinni munnlegu málfærslu aukast afskipti
dómara af málum mjög frá bvrjun.“
Lögfræðinganefndin frá árinu 1934 samdi því næstfrum-
varp til laga um meðferð opinljerra mála, og var það að
beiðni dómsmálaráðberra flutt af allsherjarnefnd efri
deildar á Alþingi árið 1939.
Samkvæmt frumvarpinu skyldi liéraðsdómari geta lát-
ið fulltrúa sinn með lögfræðiprófi framkvæma rannsókn
opinberra mála og kveða upp úrskurði, sem nauðsynlegir
væru liennar vegna, stýra málsmeðferð og kveða upp dóma
í bvaða málum sem væri.
Frumvarpið dagaði uppi og hlaut sömu örlög á Alþingi
árið 1940, þegar Bergur Jónsson bar það einn fram.
Arið 1939 voru sett ný lög um dómsmálastörf, lög-
reglustjórn, gjaldbeimtu o, fl. í Reykjavík, nr. 67, 31.
desember 1939, sem öðluðust gildi 1. janúar 1940, og úr
gildi felld fyrri lög nr. 67, 1928 um sama efni.
Með hinum nýju lögum var stofnað emljætti sakadóm-
ara, sem fara sk\ldi með opinber mál og barnsfaðernis-
mál, rannsókn þeirra fvrir dómi og utan dóms og dóms-
uppsögn. Lögmaður skyldi fara með önnur dómsmál.
Arið 1943 voru enn setl ný lög um dómsmálastörf, lög-
reglustjórn, gjaldheimtu o. fl. i Reykjavík, nr. 65, 16. des-
ember 1943, sem öðluðust gildi 1. janúar 1944 og jafn-
fi’amt úr gildi fellld lög nr. 67, 1939 um sama efni.
Með hinum nýju lögum var lögmannsembættið lagt
niður, en í stað þess voru stofnuð tvö ný embætti, borg-
ardómara og borgarfógeta. Skvldi borgardómari fara með
einkamál önnur en barnsfaðernismál, en borgarfógeti
fógetagerðir, ujiplioð og skiptamál.
Embætti sakadómara var stofnað skömmu eftir upp-
baf seinni beimsstvrjaldarinnar og stuttu síðar var Island
bernumið. Upp risu vandamál styrjaldar og liersetu.
Revkjavík gjörlireyttisl með binu fjölmenna erlenda ber-
bði, sem dvaldi í bænum og nágrenni hans eða fór um
Reykjavikurböfn. Ibúum bæjarins fjölgaði stórum, meðal
Timarit lögfræðinga
11